Þannig er mál með vexti að ég á við nokkur vandamál að stríða í sambandi við Half-Life. Ég fór um daginn og keypti mér Holiday 2006 collection, en í þessum pakka eru fimm leikir, þ.e.a.s. Half-Life source, Half-Life Deathmatch source, Half-Life 2, Half-Life 2: Episode 1, og Half-Life 2 Deathmatch. Vandamálin eru eftirfarandi:

1. Alltaf þegar í ætla ræsa HL2 þá kemur þetta venjulega loading dæmi í smá stund en síðan hverfur það allt í einu og maður fer aftur á desktopið, en þá er kominn gluggi sem í stendur þetta “Send error report” eða “Don't send”,(ég man ekki hvaða error var tilkynntur samt) en hvernig lagar maður þetta?

2. Í Episode one, þá er ég fastur á einum stað sem er að gera mig brjálaðan, en hann er í fjórða hlutanum minnir mig. En maður er sem sagt búinn komast upp á yfirborðið og er bara á götunni. En á einum staðnum rekst maður á slatta af Combine að berjast við þessar helv**** fljúgandi pöddur sem skríða upp úr jörðinni og eitthverja eina risastóra sem þolir ALLT bókstaflega! Þessi kafli er að gera mig brjálaðan!
Hvernig kemst maður þarna í gegn? Smá hint plís.

En síðan var svona eitt og eitt smávægilegt sem skiptir í rauninn engu máli.


En hjálp væri þegin takk fyrir.