Það er svo mikill miskilningur hjá þér að halda að fólk eigi eftir að skipta yfir í annan leik, verri leik, útaf því að stórmótin gera það. Jú líklegast ef allar stóru mótaraðirnar myndu úthýsa 1.6 og fara alfarið að nota Source, þá myndu þessi Pro lið, þar sem leikmennirnir eru nánast komnir með það að fullri atvinnu að spila Counterstrike byrja að spila Source.
En hvað með hinn hópin? þennan sem spilar 1.6 bæði til gamans og til þess að ná lengra, þennan hóp þar sem orðin Source suckar er á allra manna vörum, þennan hóp sem mætir inn á HLTV-in til að horfa á leik tveggja góðra liða eða horfir á hann í gegnum eitthvað webcast á netinu, hópin sem að kaupir vörurnar sem að fyrirtækin sem sponsora mótin selja?
Held að þegar þú pælir í því þá skiptir það engu máli þó að það megi sjónvarpa Source en ekki 1.6 ef það eru engir til að horfa á! Og þegar ég segi enginn þá er það kanski ekki alveg satt, auðvitað eru einhverjir sem myndu vilja horfa á Powersgaming vs Team3D ef hann væri í sjónvarpinu núna, en án efa, miklu færri heldur en þeir sem myndu vilja horfa á 4Kings vs SK ef hann væri á HLTV-i núna (Nema þá kanski útaf forvitni þar sem flestir hafa aldrei séð tölvuleik sýndan beint í sjónvarpi).
Þetta hefur margoft verið sannað, þegar CPL sagði allt í einu út með Quake, og inn með Painkiller. Þetta eru 2 leikir, sem svipar til hvors annars, svipað eins og Source og 1.6 svipar til hvors annars. Fóru Quake spilendur allir að spila Painkiller? Svarið er Nei. Atvinnumennirnir, bestu spilararnir gerðu það, og náttlega einhver hópur fólks líka, en gerði megning af communityinu það? Nei.
Á meðan 1.6 hefur allar vinsældirnar á bakvið sig, og Source hefur einhvern smá hluta kökunar fyrir sig, þá verður þetta ekki þannig.
Hinsvegar þá er eitthvað að gerast, ef þetta mun verða að veruleika þetta sem kom fram í greininni á Clanbase síðunni þá markar það tímamót fyrir bæði Source og 1.6 Commuity-in. En markar það enda 1.6? Ekki nálægt því.