Eins og stendur er ég í krýsu og veit ekki hvert ég á að snúa mér og þarf álit. Ekki hjálp heldur álit. Þessi korkur gæti virst klárlegur egoismi af minni hálfu en það verður þá bara að vera þannig. Hérna fyrir neðan er frásögn mín:

Svona eru nú málavextir að ég og nokkrir vinir mínir vorum að njóta dagsins, scrimmandi við random leikmenn og er við vorum, saklausir sem áður fyrr, kom lið tH inn á serverinn. Sem vill svo til að er scrim3 bara uppá recordið.
EN!
þeir komu inná og byrjuðu að heimta scrim eins og öll þau venjuleg lið og við samþykktum. Þeir komu 5 inná og nefndu 3 möp. Allir samþykktu inf og daddaradara við skiptum í inf. Þegar við skiptum þá, eins og alltaf, náðu hinir rcon og við vorum bara alltílæ og hressir sem áður fyrr. fyrri helmingur byrjaði með kickstarti og ég var reyndar borðandi það round, ergo: við töpuðum fyrsta roundi. Btw, það var bjúga í matinn hjá mér.
Eftir það fóru hlutirnir að gerast meira okkur í hag og unnum næstu 7 roundin.
EN!
Eins og við treystum þeim fyrir rcon, og læti þá allt í einu kemur “The Game Will Restart in 100 Seconds” og við bara “wh00t?” og “Hvað eruði að pæla?”.
Allt í einu byrja þeir að ásaka okkur um að hafa verið með rcon og restartað útaf því að við vorum að tapa. Sem er náttúrulega þráhyggja því að staðan var 7-1 fyrir okkur.
EN!
Þar sem við erum þessir öðlingar ég og vinir mínir þá ákváðum við bara að byrja upp á nýtt í nýju mappi. Þá var skipt í nuke og byrjað var og unnum við fyrsta roundið.
EN!
Þá var restartað og við bara “Wh00t?” og “Hvað eruði að pæla?”
Eftir það fórum við útaf servernum því að við erum ekki það miklir öðlingar að umgangast gúrkur.

En núna kem ég loksins að titlinum: “Þitt álit…?”
Álit á hverju gætirðu spurt?
svar mitt við því væri það að: Hvort finst þér þetta vera meiriháttar thursaskapur og leiðinlegheiti Eða mistök og klaufaskapur.

Takk fyrir mig og vona að svona lagað henti ekki fyrir svona gott fólk svosem okkur!