Sko, ég er búinn að vera spekjúlera þetta mikið undanfarið og ég er búinn að komast að þeirri niðurstöðu útaf fyrir sjálfan mig að þetta er hvorutveggja, exploit og ekki.
Ef þú ert með þetta bindað á scrollið hjá þér og notar einungis scrollið heyrist í öllum skrefunum þínum eins og þú værir að tvístíga í stað þess að labba venjulega.
En! ef menn nota ctrl takkann með, þá hverfa hljóðin og þá er eins og þú stígur aðeins 4 hvert skref á met hraða líka, annars er kallinn þinn bara að kippast upp og niður.
Finnst að fólk ætti að fara að athuga þetta aðeins áður en það fer að “banna” þetta á serverum, menn geta alveg eins ýtt á ctrl vel tímasett og fengið það sama út og ef þú skrollar bara, en hitt, samanlagt gerir þig hljóðlegri.
Er að vísu ekki alveg 110% með hitboxið á hreinu, en minnir að það er bara tap fyrir þig að gera þetta og stækkar hitbox á hausnum.
Endilega leiðréttið mig ef ég er einhverstaðar nálægt plútó…