Jamm þessi love-gaurar eru margir stórvarasamir og virka oft frekar ofstopafullir og yfirgangssamir. (Undarlegt þegar haft er í huga að þeir kalla sig “love” - greinilega gaurar sem sigla undir fölsku flaggi.) Reyndar hafa margir leikmenn þurft að sætta sig við að hálfdeila nafni með einhverjum ókunnugum og má þar til nefna nokkur dæmi:
1. ccp|Spass svipar óneitanlega til nafns goðsagnarverunnar Spaz.
2. Um tíma þóttu nöfnin TomBob og TomB mjög lík, sem má e.t.v til sanns vegar færa, en nú sér hver maður að þar fer sitthvor karakterinn.
3. Jafnframt er ungur leikmaður GGRN, Fieldy, sem óvandaðar sálir myndu segja að hefði valið sér nafn sem svipar bæði til míns eigins nicks (Fidel) og hins glaðværa [.Love.]Garfield. En aldrei hefur mér né hinum vandaða forsvarsmanni Love-æskunnar, Garfield, dottið annað í hug en að líta á þetta sem gott og gilt nafn.
4. Nú og bræðurnir DeathHammer og DeathHunter… Ruddi og Tuddi… Azasel og Azasure… já, og auðvitað allt Drake-klanið sáluga. Rater-klanið er einnig á afar vafasömum slóðum með sín nikk og þannig má lengi telja.
Ég vona því að RomeO sjálfur hafi ekki staðið að þessu óþveralega sparki þar sem þessháttar oflæti rýrir traust sem menn ættu eðli málsins samkvæmt að hafa á honum, og öðrum adminum. Ljótt er ef menn eru að misnota þetta traust í einhverjum hégómaskap! Sé það raunin verður að segjast að TomB hefur þá fyllilega rétt fyrir sér. (Reyndar virðist mér hann vera allur að koma til og batnandi manni er svo sannarlega best að lifa.)
Að lokum sé ég ekki að [.Love.]RomeO hafi mikinn siðferðisgrundvöll til að réttlæta umrætt spark [.Ekki-Love]Romeo þar sem mér minnir sterklega að “o”-ið í lok nafni hins fyrrnefnda hans sé stórt og er því talsvert frábrugið.
Að auki þykist ég vita að hinn nýju Rómeó sé að vísa til lagsins “Rúmeó” sem Ketill Stockan hinn norski söng við mikinn fögnuð í Júróvision í Bergen 1985! Hins vegar leynir sér ekki vísun hins gamla Rómeós sem kennir sig við “Love”klanið. “To be or not to be, that is the question…”
Fidel**