Ég er í raun að framlengja póst sem Dreitill birti hér fyrir ekki svo löngu en ég vil samt setja hann saman í einn og sér hlut.
Það sem ég mér liggur á hjarta er hvernig við erum að koma fram við bæði byrjendur og þá sem hafa ekki mikla reynslu og gera mistök.
Tökum t.d. dæmið sem Dreitill kom með ekki fyrir svo löngu um newbie-inn með AWP að kampa sem CT í Siege.
Þessi aðstaða hefur komið fyrir okkur alla gömlu jaxlana og við höfum örugglega allir rifist og skammast við hann þegar roundinu er lokið.
Málið er að í flestum ef ekki öllum tilvikum er þetta ekki vegna þess að þessi einstaklingur vill koma illa fram og tefja leikinn, heldur vegna þess að hann hefur ekki reynslu eða vitneskju til að vita að það sem hann er að gera er ekki vel liðið og ekki mjög gagnlegt.
Þess vegna er það okkar að fræða hann með vinsamlegum orðum, segja honum hvað hann hefði frekar átt að gera og biðja hann um að gera þetta ekki aftur, ekki rífast og skammast og að lokum kicka honum.
Einnig ef FF á að fara að ryðja sér völl í íslensku CS samfélagi verðum við að fara að taka upp “code of honor”, þ.e.a.s. við verðum að sýna þolinmæði og skilningssemi þegar einhver drepur okkur óvart og biðja hann vinsamlegast um að fara varlegar.
Þetta virkar betur í 99.99% tilfella heldur enn að fara að öskra og æpa á manninn eða drepa hann til baka. Þá heldur bullið bara áfram og leikurinn er ónýtur fyrir ykkur öllum.
Einnig að ef þið sjáið greinilega að einhver er að TeamKilla sér til skemmtunar sýna þá SAMSTÖÐU og vota hann út! ekki hugsa að einhverjir aðrir geri það bara.
Ég er ekki að segja að ég hafi ekki einhverntímann hótast og skammast eins og við allir en ég er að reyna að vera betri maður og vona að þið reynið það líka.
Thx for reading.
Preacher Out.