Það á að banna þetta.
Ef þetta verður ekki bannað, þá mega menn fara að bunnyhoppa og nýta sér alla bögga sem eru í leiknum.
Þetta er galli og ekkert annað, að drita á +forward í gamla daga er allt annars eðlis því það var enginn galli. Labbtakkinn þar var ekki stilltur sérstaklega fyrir CS, hraðinn á honum var tekinn beint úr HL. Það var ætlast til þess að menn læddust með því að drita á +forward og fara hægar yfir í staðinn. Og þegar hægt var á leiknum á sínum tíma tóku þeir það út og endurgerðu labbtakkann og uku hraðann á honum sem var þó engan veginn nógu mikill og er ein lélégasta breytingin á gameplay CS sem gerð hefur verið.
Það að hitboxið bjagist er líka nógu góð ástæða til þess að banna þetta. Ég er alveg viss um að þeir sem hönnuðu leikinn ætluðust ekki til þess að menn væri upp og niður út um allt, líkt og þeir gerðu ekki ráð fyrir bunnyhoppinu.
Maður gæti þá farið að nýta sér einhverja galla í sumum möppum, flassa undir kassa og svona, ég meina það er bara verið að banna þetta að því að menn voru svo pirraðir á því að allir væru flassaðir. Þetta eru engin rök því miður. Það á ekki að nýta sér galla.
Colt silencerinn er ekki hægt að bera saman við þetta því það var veigalítill galli og hann var tekinn út, það hafði ekki áhrif á hvort leikur vannst eða ekki.
Og síðan getur verið að ef þetta verður tekið út þá breytist hreyfingar módelsins eitthvað eða hljóðið myndi breytast til hins verra. Crouch skipunin gæti farið að virka öðruvísi og þá verr í því tilliti til að fara upp á kassa og þvíumlíkt.
Ég man nú þegar bunnyhoppið var tekið út þá var mikill höfuðverkur hvernig menn ættu að leysa það án þess að fokka of mikið í airacceleration.
Skarpi minn, farðu að kaupa jólagjöf handa mér og hættu þessu væli. Drífðu þig í heimsókn það bíða piparkökur handa þér.