————————-
Að snipa án scopes.
Ég hef ekki spilað CS eða DOD í langan tíma og það er eitt sem fer frekar í pirrurnar á mér og þða er nefnilega að ekki er neinn kross á skjánum þegar notaður er snipers án scopesins. Þessar byssur eru gífurlega öflugar, og flestar drepa í einu skoti. Ef það væri hægt að spila með krossi þá mundi leikurinn auðveldast töluvert fyrir newbia eins og mig :) og þar sérstaklega í DOD þar sem þýski sniperinn er með hærra rate of fire heldur en leicht infantrie byssan. Eftir miklar bollaleggingar held ég að ég sé kominn með lausn á þessu hvimleiða vandamáli. Og lausin er mjög auðveld. Eitt stykki lítill tússpenni með lit sem festist ekki. Svo þegar mar byrjar og fær sér snipper þá er bara að zooma og taka tússinn og gera litla doppu á skjáinn, og hana nú. Þá ertu kominn með öflugt up close and personal vopn =)