Ég mæli ekki með því, aðalega vegna þess að núna uppá síðkastið hafa nýjir og óreyndir spilarar verið að láta sjá sig á serverunum. Það er nógu erfitt fyrir nýja leikmenn að ná upp kunnáttu en að setja FF inná alla servera gerir þeim enn erfiðara fyrir vikið. Brottfall af nýliðum yrði enn meira og mér þætti það miður því ég fagna hverjum og einum sem vilja takast á við CS.
Hef heyrt á nýliðum sem hafa verið að reyna online spil á netinu að þeir verða fyrir rosalega miklu aðkasti reyndari leikmanna. Nýliðarnir hafa lítið sem ekkert spilað þessi möpp og eiga það til stundum að verða síðastir eftir í sínu liði og mótherjinn er að leita af honum. Þegar loksins næsta round kemur byrja allir að skammast útí leikmanninn og heimti að hann fari af servernum. Þetta skil ég ekki. Afhverju mega menn ekki fara á þá servera sem þeir vilja ? Eru þeir ekki fyrir okkur almenning ?? Ég mæli með að menn fari sjálfir eitthvað annað ef þetta er að fara í taugarnar á ykkur, því nýliðarnir eiga alveg rétt á því að kynnast leiknum eins og þeim sýnist.
Auðvitað eru misvinsælir leikstílar nýliðanna, td. “campa í beisinu með awp” er ekki á top 100 yfir það sem mönnum fynnst skemmtilegt að horfa á. Ég mæli með því að menn sýni þessum mönnum þolinmæði og skilning. Endilega að koma með innskot til þeirra eins og að “halda hópinn”, “verja sprengju” oþh.
Ég hef sjálfur séð þetta nýlega á íslenskum server þar sem nýr leikmaður gat ekki “plantað” sprengju því hann kunni það einfaldlega ekki. Fyrst urðu menn æfareiðir og eftir smá tíma var honum kickað út. Er IFRAGS alvega að fara með geðheilsu leikmanna online ? Er skemmtunin horfin og skorið farið að skipta mestu máli ? Hálfvorkenni ykkur ef það reynist rétt.
Dreitill