ChandlerB
Setjum dæmið upp svona:
Nonni býr til tölvuleik. Nonni sem að alltaf hefur verið gráðugur, sjálfselskur og eigingjarn vill verða rosalega, rosalega ríkur svoleiðis að hann geti runkað sjálfshyggju sinni. Hann ákveður að læsa leiknum með þar tilgerðum lykli svo að aðeins einn eigandi af hverjum leik geti notað hann til þess að spila á internetinu. Þetta gefst vel og allir sem að vilja spila leikinn hans Nonna neyðast til að kaupa hann.
Nonni verður ákaflega ríkur og kemur pabba sínum og mömmu fyrir á dýru hjúkrunarheimili, ræður til sín eftirhermu af sjálfum sér til að heimsækja þau á hverjum degi meðan hann liggur á sundlaugabakkanum og andar að sér hlátursgasi.
Hann var 49 ára og skilur eftir sig brotin siðgæði ásamt hjásvæfum á launum til æviloka.