Ég hef ætíð verslað við Tölvuvirkni og ávalt verið sáttur með viðskiptin. Ég hef verslað hvorki meira né minna en 3 tölvur hjá þeim og alltaf verið glimrandi ánægður með kaupin. Eftir að hafa verslað við önnur tölvufyrirtæki rann endanlega fyrir mér ,- að allt annað er rusl.
Vil ég meina að sögur síðasta manns hafa verið ýktar út í ystu mörk og liggi við að þetta sé hreinn ósannleikur.
Vil ég spyrja ykkur, huganotendur, hver ykkar skoðun er á þessum málum og hvaða reynslu þið hafið að Tölvuvirkni ehf, er hún góð, slæm eða hafið þið ekki hingað til verslað við Tölvuvirkni?
Sigurður. ;)