Ég var að leita mér að ferðatölvu og ég ákvað að fara til Tölvuvirkni og kaupa mér vél þar sem ég hafði heyrt góða hluti um þá, en eftir að hafa átt ferðatölvuna mína í 2mánuði þá fékk ég nóg hér er sagan á bakvið viðskiptin mín við Tölvuvirkni EHF.
Ég byrjaði á því að velja mér tölvu og tölvan sem var fyrir valinu var Acer ferðatölva að heildarupphæð rúmar 90.000kr. Tölvan virkaði fínt fyrstu 2 tímana vel á meðan ég var að setja upp mín forrit og svona fraus bara einu sinni. Svo eftir það byrja ég að fá bluescreen útaf Physical Memory og tölvan endurræsi sig og fæ ég þá upp að tölvan finni ekki harða diskinn þegar ég keyri hana upp, ég hringi niður í tölvuvirkni og biður hann mig um að koma með vélina niður eftir, ég fór með hana þangað og þeir sögðust ætla að fara í málið strax og hringja í mig um leið og tölvan sé tilbúinn. Þeir hringja eftir 2daga og segja við mig að tölvan sé komin í gott form og ég geti komið og sótt hana, ég skaust samstundis og sótti vélina. Þegar ég kem á staðinn réttir hann mér tölvuna og ég spyr hvað þetta hafi verið og hann sagðist hafa verið að keyra einhver HD test á henni í 24 tíma og hann hafi breytt stillingum í bios og hún væri að virka 100% núna, ég tók tölvuna og fór með hana uppí vinnu og ætlaði loksins að fara nota vélina.
Ég kveikti á tölvunni og fæ nákvæmlega sama error. Eg hringi aftur daginn eftir og þeir vilja fá hana aftur og kíkja á hana ég fór með hana niður eftir og þeir segja sama og fyrr að þeir ætli að kíkja á hana og hafa samband við mig. Þetta var á fimtudegi og ég fæ tölvuna til baka á Mánudeginum eftir helgina og þeir segjast hafa fundið vandamálið og ég spurði eruði búnir að prufa kveikja á henni og sjá hvort þið fáið error, hann sagði við mig “Tjah já auðvita!”. Ég keypti þetta ekki alveg og tók tölvuna upp og kveikti á henni.. viti menn sami error. Maðurinn lítur eins og hann hafi verið að missa legvatn í framan og tekur tölvuna að sér og segir ha?. Hann sagði mér að þeir ætluðu að kíkja betur á þetta og myndu hafa samband.
Á þessu tímabili er ég svona að verða komin með nóg. Er á þeim mörkum að fara biðja um einhverjar sárabætur þar sem þetta flokkast ekki undir að vera þjónusta og það að maðurinn var ekki búinn að bjóða mér einhverjar sárabætur kom mér bara á óvart. En ég vildi ekki vera með leiðindi þar sem ég bara þekki hvernig það er að lenda í svona og þetta var örugglega ekkert gaman fyrir Björgvin sem á verslunina og ég var búinn að vera í sambandi við varðandi tölvuna. Björgvin hringir í mig 2 dögum seinna og segir mér að ég geti komið og sótt hana. Ég sótti tölvuna kveikti á henni á staðnum hún startaði sér. Frábært mál ég bara þakkaði kærlega fyrir og hann bað mig einu sinni ekki afsökunar fyrir óþægindi mín, en ég var lítið að spá í því bara sáttur við það að fá tölvuna mína til baka og hætta að standa í þessu veseni. Ég var komin á það point að þegar ég bað yfirmann minn um að fá að skreppa úti Tölvuvirkni að ná eða fara með tölvuna mína að hann hélt ég væri að ljúga að honum.
Ég notaði tölvuna í sirca einn klukkutíma og ég setti inn iTunes og eftir að maður installar iTunes biður setup-ið mig um að endurræsa vélina, tölvan endurræsir sig og ég fær þau skilaboð upp um að hún finnur ekki harða diskinn enn og aftur. Ég fór með hana niður eftir og var mjög kurteis alls ekkert dónalegur og sagði þeim frá þessu og þeir taka tölvuna og segja mér að koma ábakvið og þeir ætli að skipta um HD í henni. Þeir opnuðu glænýja tölvu, tóku harða diskinn úr henni og létu í mína. Afhverju ekki bara láta mig fá nýja vél. Ekki eins og ég hafi verið búinn að nota þessa. Ég hélt kjafti og tók við henni og fór með hana hún byrjaði að hegða sér vel fyrsta daginn en ég lenti alltaf í að hún fær þetta error þegar ég kveiki á henni og þá þarf ég að slökkva og kveikja svona 5 til 10 sinnum ef það virkar ekki þá þarf ég að bíða bara og láta tölvuna vera og prufa seinna. Ég hringdi og lét þá vita af þessu og þeir sögðu mér að koma með hana niður eftir og þeir ætluðu að fara yfir tölvuna. Ég fæ hana til baka 3 dögum seinna og þetta er bara sami pakkinn þeir gerðu ekki neitt.
Á þessu leiti var ég bara orðinn of pirraður og notaði tölvuna bara í þessu ástandi. Ég hvert sinn sem ég hreyfi tölvuna þá frís hún.. bara ef ég kem við hana.. og ef ég keyri meira enn eitt program gerist þetta yfirleitt líka.
Um þetta leiti er að ég að skipuleggja Hive Invite 2006 LAN mótið og þurfi verulega á lappanum að halda þar sem Gunni Dynamo í seven.cs var með borðtölvuna mína í láni og ég notaði hana bara svona þangað til að lan mótið var búið. Ég var að verða geðveikur á þessu en ég varð að sætta mig við þetta, því alltaf þegar ég læt Tölvuvirkni fá tölvuna mína er ég tölvulaus í nokkra daga. Til þess má geta það var bara ein töf á LAN mótinu og það var útaf því að ég komst ekki inní tölvuna því hún fann ekki harða diskinn til að setja umferðirnar á netsíðuna.
Ég fór með tölvuna eftir lan mótið og sagði bara að nú yrðu þeir að gera eitthvað. Þeir biðja mig um að koma með tölvuna og ég geri það. Hann hringir í mig daginn eftir og segja að þeir ætli að skipta um móðurborð í henni og ég fái hana til baka eftir viku. Eftir 2vikur og 3-4 símtöl niður í tölvuvirkni fæ ég tölvuna til baka.
Vandamálið með að ég má ég koma við tölvuna án þess að hún frjósi virðist hafa skánað, en ég fæ áfram HD error. Ég fór með vélina niður eftir frekar búinn á því var samt mjög kommó á því og bað þá bara um að redda þessu eitt skipti fyrir öll. Hann fer og hringir í Svar Tækni sem er umboðsaðili og kemur til baka og segir mér að fara niður í svar tækni með tölvuna og þeir ætli að láta mig fá nýja vél og flytja gögnin á milli. Þeir þurfi bara að taka skjáinn af minni og láta hann á nýtt body. Ég sagði bara við hann að ég væri upptekinn í vinunni og ég gæti ekki farið í sendiferðir sem þeir ættu að sjá umm og þeir taka þetta á sig að fara með hana niður í svar tækni. 3 dögum seinna (Í Dag) fæ ég vélina til baka fer með hana uppi vinnu og kveiki á henni, fæ sama error á HD-inn, það sem ég held að hafi verið gert er að í staðinn fyrir að flytja gögnin yfir að þeir hafi bara sett gamla HD-inn í.
Ég fór niður eftir og lét Tölvuvirkni heyra það á rólegu nótunum sagði honum að það væri bara ekkert hægt að bjóða uppá svona þjónustu. Hann ætlaði að vera svakalega GRAND á því og bjóða mér ‘BETRI’ tölvu sem var þarna á borðinu. Ég skoðaði verðið og það var 79.990 sem er rúmum 10.000 krónum ódýrar en ég keypti mína á. Og á þessari vél væri ég að tapa 40gb í HD Plássi t.d. Ég sagði við hann þetta er ódýrari vél en ég er keypti og hann sagði við mig að þetta væri Jólatilboð og hún ætti að vera dýrari. Ég meina hvað heldur gæjinn að ég sé, frekar myndi ég bara fá peninginn minn til baka og kaupa þessa og spara 10.000,- kr, þrátt fyrir það ég mun aldrei aftur kaupa hlut hjá Tölvuvirkni. Endaði með því að ég bað bara um peninga mína til baka og sagði það gott.
Mér langaði bara að skrifa þetta hér til að fá smá útrás og vona að fólk læri af mínum mistökum og Tölvuvirkni komist ekki upp með þetta. Það er eitt sem ég hef lært af reynslu minni við Tölvuvirkni er að á meðan maður er að eiða peningum er þetta með þeim betri tölvubúðum á landinu. En um leið og þeir tapa peningum… hunsa þeir mann og geri ekki neitt fyrir viðskiptavininn.
Ég spyr finnst ykkur þetta vera þjónusta?
seven william