Kæmi mér ekkert á óvart ef SeveN ynnu þetta mót. En ég væri til að sjá mTa taka þetta mót. Til að það sé virkilega einhver barátta á toppnum.
Nenni ekkert að vera að spá einhverjum sætum því að þetta eru öll góð lið og á þetta öruglega eftir að vera skemmtilegt mót og koma mjög á óvart.
- rws
rws eru búnir að spila á fullu og geta full vel sýnt að þeir eiga heima á 2-5 sæti.
- mMm
mMm eru frekar nýjir með öflugan rooster svo spurning hvort að þeir lendi ofarlega, en væri gaman að sjá þá komast sem ofarlega.
- demolition
Ég veit ekki hvernig lið demo verður á laninu, ef sá frægi faitherinn verður á mótinu eiga þeir eftir að koma mjög sterkir ef liðið hugsar eins og fannar. (Eins og hann sagði það “ef gauranir i demo myndu hugsa eins og ég værum við bestir á landinu”) :D
- mTa
Allir vita full vel að mTa er að berjast við SeveN um toppsætið, en hingað til hefur SeveN sýnt það að þeir eiga það sæti. Breyting hefur verið hjá mTa og ég er ekki nógu bjartsýnn á að þeir eigi eftir að hrella SeveN við. fallen inn fyrir Skyline, er ekki viss um þessa breytingu. :)
En ég styð mTa áfram og vona þeim toppsæti.
- celphtitled
celph spiluðu rosalega vel í cs.gather mótinu og fengu Binna Jinx eftir það. Ég þekki ekki nógu vel til celp en það eru 2 andlit þar sem ég myndi vilja sjá á mótinu og það væru Jinx og Zeth. Jinx þekktur fyrir það að gera vel á skjálfta, og bolli Zeth náði 3. sæti með Noname á IEL. Það er líka ákveðin taktík að taka Bolla með á lanmót. Á IEL var hann að kæfa allt Ice liðið í skítafílu því að hann var ekki búinn að skíta í nokkra daga. :D
- exile
lineup : iNstaNt Azaroth detinate Lazlo astro
Ekki veit ég ástæðuna afhverju exile létu Egil Omega og akira fara frá exile. Voru allir að spila þrusu vel saman. En ég held að exile sé dálítið vængbrotið eftir skiptingar, en þrátt fyrir það er Geiri Lazlo nátturlega ótrúlega hittinn maður, hefur sýnt að hann getur rústað á lanmóti, 3. sæti á IEL og man ekki á skjálfta. Enda eldri bróðir Íslandsmeistarans Zombie. Siggi instant er einnig þrusu hittinn maður, og gerir marga ljóta hluti online. Því miður man ég ekki hvað hann hefur gert á lani helvítis ONLINE SUPERSTAR! ;) Annars þekki ég bara til Hauk Azaroth þeim sem eftir eru, og hann á mjög oft góða daga. Ég myndi segja að þeir ættu að eiga 3. sætið á klakanum, en spurning hvort að nýja lineupið nái teamplayinu rétt.
- ha$te
lineup : asylum lemiux vargur sleypur barlz (held ég)
Jæja, ég því miður veit ekki neitt um ha$te. Eina sem ég veit um þá að þeir eru búnir að æfa verulega stíft og scrima á milljón og fólk er farið að hræðast þá *hóst*celph*hóst* :)
Annars kemur mér á óvart að Arnar er kominn til liðs við haste, svo að það verður gaman að sjá hvernig þeim gengur.