Þú mælir tóma vitleysu, sonur sæll.
“Já Íslandssími rukkar fyrir alla traffík. Nei Landssíminn rukkar ekki bara fyrir utanlandstraffík. Samkvæmt áræðanlegum heimildum rukkar Landssíminn útfrá eftirfarandi dæmi. Utanlandstraffík = 70%, Innanlandstraffík 30%.”
Hvaða “áræðanlegu” heimildir skyldu það vera? Þetta er einfaldlega alrangt. Innlend gagnasókn er ókeypis á flestöllum tengingum sem LS selur, þar með ADSL aðgöngum Símans Internets. Ég veit um fjöldann allan af Simnet ADSL notendum sem brúka tengingar sínar til að mergsjúga innlend FTP (stundum tugi GB á mánuði), og greiða ekki krónu umfram hið fasta mánaðargjald Simnets (byrjar í 1320Kr/mán, sjá neðar). Hver einasti biti er mældur, og innlend gagnasókn aðskilin frá erlendri.
“Þeir eru líka með 500Mb limit aður en þeir byrja að rukka en Íslandssími er með minnst 1Gb.”
Þér er í sjálfvald sett hvernig netaðgang þú kaupir hjá Símanum Interneti, svo sem sjá má á www.simnet.is:
Stofngjald Magn innifalið Mánaðargjald Umframmagn
Ekkert 100 MB 1.320 kr. 2.5 kr. pr. MB
Ekkert 500 MB 2.200 kr. 2.5 kr. pr. MB
Ekkert 1 GB 3.300 kr. 2.5 kr. pr. MB
Ekkert 2 GB 5.500 kr. 2.5 kr. pr. MB
Ekkert 3 GB 7.700 kr. 2.5 kr. pr. MB
Ekkert 4 GB 9.900 kr. 2.5 kr. pr. MB
Ekkert 5 GB 12.100 kr. 2.5 kr. pr. MB
(þetta var tafla, og mun e.t.v. koma miður vel út hér - en ætti að skiljast, sjá
http://www.simnet.is/thjonusta/verd.php3)“Það er hægt að leika sér með þennan reikning á marga vegu en þegar all kemur til alls þá er Íslandssími hagstæðari.”
Með hliðsjón af ofansögðu er ákaflega erfitt að komast að þeirri niðurstöðu.
ps. Mb er Megabit, MB MegaByte - þar er mikill munur á (1/8).