Ég held að það fari ekki framhjá neinum að CS samfélagið á Íslandi sé að minnka færri spilarar og skjálfti að dragast forever og bara lítill metnaður yfir höfuð.
Vissulega eru margir hlutir og margir strákar sem eru að gera góða hluti fyrir þetta samfélag starta online mótum og fleira… En einhvern veginn vantar allan metnað frá spilurunum eins og Counter Strike gather mótið það kemur actually nýtt lið í það í hverri viku og 2 detta út …
Eitt það sem er eiginlega að drepa þetta samfélag algjörlega er þó að það séu alltaf fleiri og fleiri að hætta og færri spilarar Active þá einhvern veginn minnkar bara samheldni spilaranna .. þessi fáu sem eru eftir eru kanski bara með mórall og leiðindi við önnur clön og spilara.
Það sem mér fynnst vera algjörlega nauðsynlegt svo að þetta dæmi geti nú gengið soldið áfram er nátturulega númer 1 2 og 3 að það fari að koma skjálfta mótt. Því á skjálfta mótum kynnist maður spilurunum sem eru með manni í clani nýjum spilurum og maður fær líka miklu meiri metnað til að standa sig vel.
En þar sem Skjálfti er algjörlega í höndum síma manna og lítið sem við getum gert við því að þetta sé að dragast hjá þeim fynst mér að við ættum allavega að við ættum að geta gert eithvað.
Nokkur atriði sem mér fynst allavega mikilvæg eru til dæmis að bera meiri virðingu fyrir öðrum spilurum.. vissulega hefur það alltaf verið soldið fast við CS á Íslandi að strákar á aldrinum 13-16 fá svakalega útrás að rífa kjaft í tölvuleiknum.. Ætla ég ekki að reyna segja þeim að breyta þessu því þetta er bara eithvað sem þroskast af þeim vonandi.
Er ég meira að tala við þessa eldri spilara sem eru búnað spila í soldinn tíma sem eru samt bara með stæla og leiðindi við önnur clön eða mótshaldara eða bara hvern sem er.
Er ég nokkuð viss um að leikurinn væri helmingi skemmtilegri ef spilararnir mundu reyna vera soldið skemmtilegri.
Og svo líka með litla hluti eins og að vera á #counter-strike.is .. Eins og núna eru 130 inná henni en 260 á #findscrim.is. Afhverju ekki að vera líka á #CS.is spjalla við einhverja sem eru með sama áhugamál og þú kynnast nýjum gaurum og hafa meira gaman af þessum leik. Ég veit að það eru margir þarna sem eru komnir með leið á rúnthringnum á netinu meðan þeir bíða eftir scrimmum.
Og þegar við erum að tala um irc þá fynst mér líka að það mætti gefa nýjum hlutum meiri séns og styðja við bakið á hlutum eins og #gameRadio og #q.cup því þetta eru bæði mjög góðar hugmyndir og ef þær verða framkvæmdar rétt gæti þetta vel orðið vítamín sprauta í íslenskt cs samfélag.
Þannig í grófum dráttum hætta öllu skítkasti í scrimmum, irc og publick. Sýna öðrum spilurum meiri virðingu því ef þetta kjaftæði hættir ekki hætta bara allir í þessum guð blessaða leik og þá endaru á því að vera spila einn við botta.
Sýna nýjungum stuðinginn í verki eins og að hlusta á GameRadio lýsa leikjum og ekki rakka þá niður ef fyrsta lýsingin þeirra verður ekki fullkominn .. þetta er svona hlutur sem æfist … Taka þátt í #q.cup og öðrum CS mótum.
Og sýna samfélaginu stuðning og kynnast nýjum spilurum og bara reyna hafa meira gaman af þessum leik og spilurunum sem eru að spila hann með því að vera á #counter-strike.is.
Vonandi getum við gert þetta jafn gaman og þetta var.
PS. Plz ekki svara með skítkasti eins og annahver korkur er svaraður hér … það er eitt að því sem er að drepa huga
ari…