Já, ég og nokkrir félagar mínir sem eru nýjir í leiknum höfum verið að leika okkur af og til á tómum Scrim servers, auðvitað förum við ef clan kemur inn og vill scrimma, að sjálfsögðu fá þeir forgang.
En það þýðir ekki að þeir geti vaðið inn og rekið okkur bara burtu og látið eins og kóngar, kickandi öllum án þess að segja orð. Hvar er kurteisin? Er erfitt að segja einu sinni “Þurfum að fá serverin í scrim, til í að fara á annan server?” ??? Að koma inn með dónaskap eins og “fardu”, “utaf med ykkur”, “drullist utaf” osfrv. er bara dónaskapur og ætti ekki að viðgangast í hvaða samfélagi sem er.
Fyrir ekki svo löngu lenti ég í því að við vorum 2 að leika okkur þarna og það kemur inn spilari sem við þekkjum ekki, hann er í clani svo ég býst við að við förum á annan server. En nei nei, hann segir bara “útaf með ykkur!!!” og ég auðvitað virði það og er að skrifa til baka eitthvað í áttina “já, vorum bara að leika okkur her, förum nuna ;)” og þá er manni bara kickað.
Ekki sáttur með þetta.