Hugmyndin er að starta svona keppni sem tekur eitt kvöld, útsláttarkeppni í CS 1.6, byrja kannski með Source seinna en alla vega, verður þannig að keppnirnar eru haldnar 2 í viku, það er að segja á mánudögum og svo aftur á fimmtudögum.
Em þannig verður þetta að þú skráir þig hjá skráningarbotta sem mun koma til með að vera á rásini og í henni þarf einungis að koma fram nafn liðs, ekki þarf að segja lineup né senda Steam-ID.
Max skráning liða er 16 og endar hún 10 mín fyrir keppni. Mun það standa á rásini hvaða lið mætast 10 min eftir að skráningu líkur.
Ef fjöli liða er oddatala er dregið um hvaða lið situr hjá í fyrstu umferð.
Svo síðasta fimmtudag er lokakeppni Q cup en þátttökurétt fá liðin sem hafa unnið í mánuðinum.
Veitt eru verðlaun á þessum lokakeppnum, ekki komið í ljós hvað verður en það verður komið fyrir mánaðarmót.
Ekki spurja afhverju Q cup en fann þetta upp i skyndi. Verður ábyggilega breytt seinna.
Einnig vantar mér 2 aðstoðarmenn til að vera “admins” í þessu og endilega PM mig á IRC undir nafninu konz (#Q-cup).
Takk fyrir og vona ég að þetta verði að veruleika og endilega segið ykkar skoðun.
#Q-Cup
Bætt við 14. september 2006 - 23:30
*edit* Keppnir eru alltaf eftir 19:00 á kvöldin
Catalyst Gaming d0ct0r_who