Ég horfði á Kastljós áðan, eins og margir.
Þar kom frekar kunnugt andlit við sögu, andlit Kötu Hill Kozmy.
Ég verð að viðurkenna að mér var boðið að koma í þetta og tala um tölvuleiki og hvað mér finnst um þetta, en ég er ekki með nógu gott sjálfsálit eða persónu í að koma fram fyrir alþjóð og viðurkenna vandamál mitt, sem er reyndar ekki tölvuleikjafíkn eins og margir mundu halda.
Eftir að ég horfði á Kastljós, fór ég beint í tölvuna og fylgdist með hvað fólk mundi t.d segja um þetta á irc og hér á huga, það sem kom mér verst fyrir brjósti er að fólk talar niðrandi um að hún hafi farið í sjónvarpið og segir að fólk sem þjáist að tölvuleikja fíkn séu bara aumingjar sem hafa enga sjálfstjórn.
Þegar 13 ára einstaklingur fer í fyrsta sinn í CS/WoW w/e framleiðir líkaminn efni sem veita líkamanum velíðan og þar að leiðandi verða MARGIR, ekki allir, háðir að spila tölvuleiki.
Það er ekki mikið innihald sem er í þessum pósti, en ef þið eruð tiltölulega nýbyrjuð að spila tölvuleiki, eða þekkið einhvern sem er að fara djúpt í þetta, gerið þá eitthvað í málinu.
Þegar þið vaknið upp eftir eitthver ár og sjáið hvað það hefur mikill tími farið í eitthvað sem skilur _ekkert_ eftir, fáið þið samviskubit dauðans sem getur leitt af alskonar öðrum fíknum og þunglyndi.
Hjá mér persónulega skilur þetta fullt eftir en á móti fæ ég þvílíkt samviskubit.
Ef þið eigið vin eða eitthvað sem er djúpt sokkinn í WoW/CS/EVE r some, ekki segja við sjálfan ykkur “æji fuck it hann nennir hvort eð er ekkert út”, pressið á hann og neyðið hann með ykkur út. Það hjááálpar.
Skipuleggið líf ykkar, forgangsraðið og treystið mér, ykkur mun líða mikið betur þegar þið liggið í rúminu á elliheimilinu og bíðið eftir að dauðinn bankar uppá.
peace.