Ég ákvað að skrifa þennan kork ekki fyrir neina samúð, heldur til þess að fólk geri sér grein fyrir því hversu fáránlegt fyrirkomulag er á þessu svokölluðu Cheat-Scanni.
Núna rétt áðan ætlaði ég að fara í cheatscan vegna þess að ég fékk ásakanir um svindl á mínar hendur og varð fyrir vægast sagt leiðinlegri reynslu um cheat-scan.
Ég hef nú áður farið í cheatscan hjá ChefJack og kom ekki clean vegna þess að í tölvunni minni hafði aðeins einu sinni verið kveikt á svindli fyrir ári í gömlu tölvunni minni. Það var áður en að cheatscan kom á sjónarsviðið og ég hafði þá verið að nota svindlforrit á móti félaga mínum á lani uppá gamanið.
ChefJack var svo almennilegur að sleppa mér með áminningu eftir þetta scan.
Núna fyrir uþb 1 viku fékk ég mér nýja shuttle tölvu og tók harðadiskana og vinnsluminnið úr gömlu tölvunni og formattaði C: drifið.
Þá hafði ég formattað fyrir viku og til þess að sanna að ég hafði ekki notað svindl í þessu tiltekna scrimmi sem ég var í féllst ég þá á það að fara í scann.
Þá PMa ég TheKeko á #cheat-scanner.is og spyr hvort að hann gæti ekki scannað mig. Jújú, ég fer á Quakenet á 69 rásina þarna og pma TheKeko. Á meðan ég er í scanninu segir einhver oppi á 69er rásinni að ég hafi verið dirty síðast þegar ég fór í scan og spyr mig hversvegna ég sé að fara aftur í scan. Ég segi eins og er, að ég hafi verið að fá mér nyja tölvu og sé að fara í scann á henni. Hann trúði mér ekki og sagði að hann sjái möppur frá 2004 á tölvunni minni(ég minni á að ég formattaði aðeins einn af þremur hörðum diskum) og ég segi honum aftur eins og er, að ég hafi geymt gömlu hörðu diskana mína og bara formattað C: diskinn.
Einmitt þá klárast scannið og ég spyr TheKeko hvernig staðan sé. Þá fæ ég nákvæmlega það sama frá honum og þessum oppa þarna, að ég hafi verið dirty síðast þegar ég fór í scan og ég fái nú bara ekkert clean frá honum. Síðan er ég kickbannaður á #cheat-scanner.is og fæ engin svör og ekki heldur að útskýra mál mitt. Ég fékk ekki einusinni að vita hvort ég hafi verið clean í þessu scanni þarna.
Þá fer ég að velta fyrir mér hvort að fólk fái bara enga sjénsa í þessu samfélagi, einusinni kveikt á hacki í glensi og maður er bara útskúfaður héðan?
Ég get sagt ykkur að ég hafði þó hackað einusinni áður en þetta eina hack þarna og það var með fyrstu skiptunum sem ég prufaði cs. hjá frænda mínum í tölvunni hans 2 round og síðan vildi hann fara í hana aftur.
Ég hef aldrei hackað í scrimmi, aldrei hackað á íslenskum server, og aðeins hackað 2 round á erlendum server í annarra manna tölvu.
Þrátt fyrir þetta sé ég enga ástæðu til að hætta í cs vegna þess að ég tel mig ekki sekan af hacki, en ég vona að fólk átti sig á að það er fáránlegt að fólk sé bannað án svara og án þess að það fái að útskýra sitt mál.