Vonandi getur einhver hjálpað mér.

ÞAnnig er mál með vexti að eftir langan internet þurrk hefur konan loksins samþykkt að fá netið. Eftir að það komst í gagnið og ég ætlaði að laumast í einn leik í CS beið eftir mér dágóður tími í updates á half life 2 og CS (hef ekki verið með þess tölvu online í sirka ár) og eftir að það kláraðist og ég ætlaði að skella mér í það að reyna skjóta fólk, kom upp villu melding.

Engine error
failed to lock vertex buffer in CMeshDX8::LockVertexBuffer

Svo kemur strax á eftir því

hl2.exe - application error

The instruction at “0x2223961d” referenced memory at “0x0d94a1a0”. The memory could not be “read”.

Ef einhverjum dettur eitthvað í hug til að laga þetta þá væri það vel þegið að heyra af því.

Gæti haft einhver áhrif að driverinn fyrir skjákortið í tölvunni er vel komið fram yfir uppfærslu en ekki er hægt að uppfæra driverinn beint frá ATi heldur verður það að fara í gegnum tölvu framleiðandann.
————————-