Heilir cs sjúklingar!

Af og til hafa skotið upp kollinum hér á þessum korki fyrirspurnir um GGRN-heimasíðuna sem, að öðrum cs-síðum ólöstuðum, hefur skapað sér ákveðna sérstöðu. Þessi síða hefur legið niðri í sumar. Bæði er það vegna óhagstæðra ytri skilyrða, okkur hefur veist erfitt að finna henni á öruggan stað og svo er sumarið auðvitað ekki tíminn fyrir cs - nema menn séu verulega sjúkir.

En nú geta menn tekið gleði sína á ný því eftir erfiðar samningaviðræður hafa tekist samningar við hið sérstæða og frábæra kaffihús við Hverfisgötuna, Gráa köttinn, sem hefur keypt fyrir okkur domainið www.ggrn.org og hýsingu á erlendum megaserver.

Fréttaþyrstir cs-arar geta því eftir sem áður gengið að öruggri miðlun upplýsinga og öðrum fróðleik sem tengist cs á einn eða annan hátt. Við opnum síðuna til dæmis með Orðsifjafræði Fidels - nauðsynlegri handbók um tjáskiptamáta þann sem tíðkast í cs. Þessarar handbókar hefur verið beðið með eftirvæntingu. Fréttastofan er að koma sér í startholurnar og mun birta fréttir eftir því sem þurfa þykir. Því athugið að við í GGRN eru kannski ekki endilega skjótastir að skjóta - en við skiljum leikinn best!

Bestu kveðjur,
[GGRN]Rooster