Daginn,

Ég ætlaði að athuga hvort einhverjir hefðu lent í sama vandamáli og ég, þ.e.a.s. að lagga feitt í CS eftir að hafa installað WinXP og þá hvort þið hafið fundið einhverja lausn á vandamálinu.

Ég hef séð að það er töluvert talað um þetta á korkum erlendis en ég hef ekki enn rekist á neina lausn á þessu.

Nú flökti ég frá 20 og uppí 300 í pingi og er nær ómögulegt að spila leikinn …

Taka það fram að ég er með geforce 2 mx-400 64mb, 900 mhz Duron og 384mb vinnsluminni.

Lausnir væru vel þegnar.



[-=NeF=-]BenDove