Fara inn í half-life, Lan game eða Internet Games (þarft bara að komast í console) og skrifa þar:
playdemo ‘nafnádemóinu’ þarf ekki að enda á .dem
Ef þú vilt að demóið fari hraðar yfir t.d. á double speed þá gerir þú:
playdemo ‘nafnádemóinu’ 2
Svo geturðu einnig náð í player sem heitir Geekplay hann gerir það sama nema að þú getur keyrt það beint úr windows, þægilegur. Ef þú vilt keyra það demó á meiri hraða verður þú að gera disconnect þegar demóið er að spilast, og skrifa svo playdemo geekplay 2
Svo er einn annar möguleiki.
Það er að gera shortcut á t.d. desktoppinu.
slóðin myndi þá vera.
c:/sierra/half-life/hl.exe -console -game cstrike +playdemo nafnádemó
Ekki nota neinar gæsalappir eða neitt þegar þú ert að skrifa playdemo etc.
Hef reyndar ekki prófað það síðasta en það ætti að virka.
Svo er til annar möguleiki en hann er frekar óþróaður finnst mér og það er að gera moviefile úr demóum. Aðgerðin til að gera það er:
Þú verður að play-a demó til enda
play-a það aftur og skrifa svo STARTMOVIE “eitthvaðNafn” n.b. þú getur gert þetta hvar sem er í demóinu, svo verður þú bara að gera ENDMOVIE. Það sem gerist er að demóið verður viðbjóðslega hægt og er sýnt á 10-15 fps og Skráin sem verður til út úr þessu verður HUGE. Segjum t.d. ef þú vildir taka 9 sekúndu demó með þér að plaffa einhverja gaura þá er það svona um 209 MB, ástæðan fyrir því er sú að Half-life reynir að þjappa hverjum ramma í BMP fila og hver verður um 900 kb í 800x600 upplausn, eflaust minni með minni upplausn. Harði diskurinn er enga stund að fyllast með STARTMOVIE.
Til þess að converta þessu svo þarftu forrit sem heitir t.d. VideoMach 2.4.0, það eru eflaust til einhver fleiri forrit.
Bara svona smá fróðleikur.
[.Hate.]PraliX
ICSN Admin