Sæll vertu Guðbjartur !
Í C deild landsliðsins er raun og veru alltaf opið fyrir spilara sem hafa góðan skilning á leiknum osfr.
Það hefur verið auglýst hvernig þetta er háttað hjá okkur á heimasíðunum
www.Half-life.is og á
www.team-iceland.half-life.is þ.e.a.s. hvernig landsliðið virkar, en samt eru margir hverjir ekki að skilja hvernig þetta er uppbyggt hjá okkur.
Einnig finnst mér hjá mörgum spilurum og þá aðalega hjá 1,6 spilara, að sjá þá koma inn á ircrás okkar #team-iceland.css og vera hlægja af topic þar sem stendur að Landsliðið sé að Recruit og quita ircrásina, en þetta finnst mér sýna mikla vanþekkingu á starfsemi okkar og þessir aðilar hafa greinilega ekki kynnt sér málin.
En hvað um það, ég vildi nú bara koma þessu að hér.
Svo ég útskýri aðeins fyrir mönnum hér á Huga hvernig landsliðið í css virkar, þá kemur hún hér:
A - er besta liðið okkar og er að keppa í Cup og sterkari mótum.
B - Keppir í ladder og minni mótum.
C - Eru þeir sem þurfa sýna sig og sanna og eru ekki í neinum mótum nema að keppa við A og B og erlendum scrimmum.
Eins og sjá má, þá er þetta skipt í 3 deildir og eru A og B deildir fullskipaðar (Sjá heimasíðu okkar
www.team-iceland.half-life.is ) og fer þar enginn inn nema að hafa sýnt sig og sannað. Þess ber að geta að þótt spilari í C deild hafi sýnt sig og sannað, þá er það ekki sjálfgefið að hann færist upp, heldur verður hann fyrsti maður inn þegar staða losnar í A eða B.
Í C deild eru núna 10 spilarar og eru þeir ekki gefnir upp á heimasíðu okkar og þar af leiðandi ekki gefið upp hverjir það eru hér á þessum spjallþræði né nein staðar annars staðar, en ég hef fengið alltof margar fyrirspurnir um hverjir eru í C deild og svarið alltaf það sama frá mér “Bara A og B meðlimir eru gefnir upp”.
Stefnan er að hafa um 20 manns í C deild, sem segir þér Guðbjartur að laus staða er fyrir góða menn.
Ég hef haft þá reglu að ég hleypi menn ekki inn nema að umsækjandi hafi sýnt mér eitthvað til þess að verða verðugur landsliðsmaður og þar hef ég farið í Hltv í scrimmum hjá umsækjendum, speccað þá á public, tekið dual við þá osfr.
Menn geta síðan spáð og spekulerað hvort eitthverjir í C liði séu ekki eins góðir spilarar og þeir sjálfir, en þeir sem standa sig ekki nógu vel, eru ekki langlífir í C deildinni.
Jæja, þetta ætti að geta skýrt fyrir þér Guðbjartur og fleiri Hugurum hvernig þetta er allt saman háttað hjá okkur.
Kær kveðja og von um góðan skilning og virðingu fyrir conseptinu hjá okkur.
Chef-Jack