Ég lenti í því um daginn, á lani. Ég var búinn að bíða ansi lengi eftir því að fá netið (svona helmingur gaurana var kominn með netið, og hinn helmingurinn ekki) Eftir svona 2 tíma kom bróðir gaursins sem að vara að halda lanið og lagaði þetta. Þegar að netið loksins kom fór ég inná steam… Þetta var hræðileg sjón… hjá öllum 14 leikjunum mínum þar stóð “not installed” hjá öllum þeirra… Bróðir hans fór í tölvuna, og sagði að það væri engin lausn á þessu, ég yrði bara að installa þeim aftur. Hann sagði að leikirnir væru ennþá inná tölvunni, afþví að valve mappan í tölvunni var alveg 8 gb eða eitthvað… en það væri eins og tölvan findi þá ekki.
Ég beið því í svona 2 tíma eða 1 og hálfann eftir því að CS : S var installaður og update-aður og svo loksins gat ég spilað.
Ég hélt að þetta tengdist eithvað nettengingunni, þótt að það væri svosem skrítið, af því að enginn annar hafði lent í þessu.
Svo svona 1-2 vikum eftir lanið, eða fyrir 2 dögum, gerðist þetta AFTUR!! Ég opnaði steam ósköp venjulega, og þá kom bara updating, allir litlu böggandi iconarnir sem að koma þegar að maður installar Steam fyrst komu á desktopið og allir leikirnir mínir voru “not installed”
Ef að einhver hefur lent í þessu, plís látið mig vita hvort að þið hafið fundið einhverja lausn!
Ég ákvað að senda þessa grein inn fyrst, áður en að ég installa öllum leikjunum mínum upp á nýtt, af því að eins og ég segi, allir leikirnir eru inná tölvunni, ég þarf að finna leið til að fá tölvuna til að finna þá og nota rétta forritið til að nota þá.
P.S. Þetta er splunkuný tölva sem að ég fékk í fermingargjöf frá Att þannig að sovna vandamál ættu ekki að gerast :(
Takk fyrir :D
Hafðu Efni Á Því Sem Þú Segir