Hi, ég ætlaði svona aðeins að segja ykkur frá statusinum á mótinu okkar iCUP, heyrst hefur að við séum ekki nógu duglegir adminar að reka á eftir þessu.. en jú það gæti vel verið, ég nenni ekki að útskýra afhverju mótið drógst svona á langinn en ég ætla hinsvegar að segja ykkur frá því hvað er í gangi núna.

Leikur í winners bracket demolition vs mta sem spilaður er í de_train er vonandi að fara að klárast á næstunni, og þá fellur demo eða mta niður í loosers bracket þar sem stasis bíða spenntir eftir þeim. Sá leikur verður spilaður í de_cbble. Annað af þessum liðum sem eru að spila í loosers fara svo í úrslitaleikinn(Bara svona svo að allir séu með á nótonum þá er ég að fara svona fínt í þetta:).

Úrslitaleikurinn verður spilaður í 3 möppum. Og þurfa þeir sem eru í loosers bracket að vinna 2 möp til að vinna leikinn. Fyrsta mappið verður de_dust2 þvínæst de_nuke(ef til þess kemur) og að lokum inferno(ef til þess kemur)

Verðlaunin eru ennþá á sínum stað

Fyrir fyrsta sæti er CS server frá netsamskipti, 6 BNC´s og vent server frá rikur.net.

En ekki hafa verið sett nein verðlaun á 2 og 3 sætið. (Ef einhverjir sem eru sniðugir og vildu sponsora með t.d. heimasíðu og hýsingu eða eitthvað á þessi sæti endilega talið við mig eða exile|donkey á #iCUP rásinni.

Vonandi eru allir sáttir með gang mála og ég þakka fyrir mig

www.rikur.net/iCup
#iCUP @ ircnet.

(Afsakið stafsetningarvillur ef þær eru)