Jæja boys n gals.

Þann 8/4 2005 opnaði ég búðina sem þýðir auðvitað að
www.Icepads.com er orðið 1 árs HIP HIP HURRA.

Margt hefur gerst á þessu ári sem er liðið. Fyrsta LAN mótið var IEL og gékk það bara nokkuð vel meðað við að þetta var 1sta mótið sem ég hafði búðina. Svo hafa 2 skjálftar verið teknir líka og ég verð að segja að fólk sýndi mjög mikinn áhuga á vörunum.
Þetta byrjaði eins og áætlað, salan var fín en þetta hefur því miður dalað MJÖG mikið. En það eru auðvitað ástæður fyrir því..sem dæmi ég hef verið mjög latur að uppfæra síðuna þannig að sumir eru ekki með á nótunum um hvað hefur komið af nýju dóti. En þetta á allt eftir að breytast :)

Ný síða fer vonandi í vinnslu með miklu betri hönnun og bara overall flottari.
Vöruúrvalið ætla ég að stækka, auðvitað sömu vörur og núna og svo bætist við : Skjákort frá Powercolor,Sparkle og Gigabyte, HyperX minni frá kingston og önnur tegund (ekki alveg með á hreinu hvaða), harðir diskar frá Western Digital,Skjáir frá Samsung, Turnkassar frá Antler, Örgjafar pentium og AMD, og margt fleira. Hægt verður að raða saman tölvum eftir óskum og verður þetta allt saman eins ódýrt og hægt er.

Ég held áfram með heimsendingar en það breytist aðeins. Sent verður með pósti út á land.

Vonandi kemst nýja síðan bráðlega í hönnun og mig hlakkar til þess að eiga 1 ár allavega í viðbót :)
Og skjálfti er vonandi á næstu tröppum og auðvitað læt ég sjá mig á staðnum með dótið.

Ég þakka innilega öllum fyrir frábærar móttökur og viðskifti síðastliðið ár.

Með bestu kveðjum
Helgi Bjarnason A.K.A Bandit :)

P.s fyrir þá sem ekki vita af þessu dóti (ekki á síðu).

Steelpad 5L http://www.steelseries.com/products/steelpad/steelpad_5l
Verð: 4000,-

SteelSound 5H
http://www.steelseries.com/products/steel_sound/steelsound_5h/information
Verð: 13.000,- án 7.1 USB
verð: 15.000,- með 7.1 USB Surround Soundcard
[.Oldies.]Bandit