Þetta dæmi sem allir hér nota gegn CO er fáránlegt, jú það er asnalegt og leiðinlegt að sjá 4 löggur flýja undan 1 bófa til að eyða tíma en það er jafn leiðinlegt og asnalegt að bófarnir basecampa út roundið í base í MR til að geyma byssur. Mér finnst að í heildina litið sé CO skemmtilegra kerfi sem býður líka upp á leik sem er meira professional þegar litið er á áhorfendur og tíma sem hver leikur tekur. Og það að MR þurfi meiri taktík en CO er mesta BULLSHIT sem ég hef heyrt LENGI, CO þarf jafn mikla ef ekki MEIRI taktík en MR og þá SÉRSTAKLEGA árásartaktík, eina sem breytist er að allt þarf að taka minni tíma sem gerir leikinn erfiðari fyrir byrjendur og meira pro í heildina, það er mun léttara að gera mistök sem eyðileggja roundið í CO.
Ég er hinsvegar sammála zlave og Memnoch að hvorki Skjálfti né ICSN ættu að taka upp þessar reglur í stað CO því að Bandaríkin og þar með CPL og CAL nota MR og okkar helsti internetlinkur er beint til þeirra og þannig neyðumst við til að fylgja þeim eftir þrátt fyrir að rök CPL, Bandaríkjanna, zlaves og Memnochs um áhrif CO á gameplay séu slök. En mér finnst samt að Íslendingar ættu að gefa CO séns og kannski gætum við stofnað einhverja netdeild eða ladder með CO reglur í huga bara uppá skemmtunargildið.
Ég veit að Hate spiluðu með CO reglum á einu móti í Hollandi en þar voru nú ekki allir Hate meðlimir á ferð og í stað þess að trúa öllu í blindi ættu menn að mynda sjálfstæðar skoðanir og prófa fyrst. Kannski falla CO reglur ekki eins vel að rólegum playing style Hate manna og MR og þá skil ég vel mótstöðu þeirra en það er engin ástæða að við hinir ættum að sleppa því, ræt?
ccp eru oftast til í scrim með CO reglum, skorið á okkur og prufið!! #ccp á Gamesnet.
-ccp|Ravenkettle