Sæl öll..

Mig langar að spá um þessa leiki sem eru framundan í #iCUP .
Fullt af spennandi leikjum hér á ferð og gaman væri að sjá hvernig þið haldið að þetta fari.


vx vs toB

Spennandi leikur.. læt aðra sjá um að spá fyrir um hann

demo vs tsn

Demo eru farnir að koma sterkir inn með varginn en tsn gætu tekið eitthvað leinibragð og skotið þeim félögum í demo skelk í bringu
Samt sem áður spái ég því að demo taki þennann leik 18-12

stasis vs mta

Þessi leikur er einn mest spennandi leikurinn í þessari umferð.. fer allt eftir því kvort kaZtro sé í stuði eða hvort fixxerinn félagarnir í mta hrökkvi í stuð
Ég vill vera sanngjarn og segja að stasis taki þetta 17-13

dig vs sweet/rws??

Já sama hvoru liðinu dummies in game lenda á móti tel ég að þetta ætti ekki að vera vandamál fyrir þá. Samt sem áður hafa sweet verið að koma sífellt á óvart.

xray vs ninjas

Já við áttum góðann leik vs xray á sunnudaginn. Ninjas voru óheppnir á móti toB en þessi lið í de_inferno verður sterkur leikur..
Verður þetta rosalega tæpt og smelli ég því að xray fái að taka overtime í enn eitt skiptið.. þ.e. ef litli fanturinn verður í stuði.. 2 OT og ninjas tekur þetta ( ef ari verður pirraður, annars taka xray þetta)

VON vs celph

Ég hef ekki mikla trú á þeim félögum í VON en maður veit aldrei. 24-6 fyrir celph

dignity vs duality

Þetta verður virkilega spennandi leikur hjá d-onum tveimur. Taka litlu strákarnir í duality og sanna sig í enn eitt skiptið eða koma dignity sterkir inn eins og á skjalfta hér forðum.

sweet/rws vs uC

Gífurlega spennandi leikur hér á ferð, en uC eru frekar ný komnir saman á ný og ef þeir mæta rws taka þeir leikinn 16-14 en ef þeir mæta sweet tapa þeir 17-13


Verðið að afsaka hvað ég er fáfróður og veit ekki hvernig sweet vs rws fór. Þar sem ég er í skólanum og ekki eru neinar upplýsingar um þennann leik á heimasíðunni.