omglol!
Þótt þetta sé “bara” tölvuleikur er þetta bara eins og hver annar hlutur í lífinu.
“Ef þú heldur að þú eigir eftir að eignast góða vinnu og verða ríkur og farsæll fyrir að spila þennan tölvuleik þá þarftu að fara endurskoða þín mál.”
Rangt.
Tökum mig sem dæmi..
Ég spila með 4 gaurum í góðu liði og metnaðurinn er mikill og mórallinn er góður.
Til að 5 gaurar sem fá ekki borgað, eru ekki samningsbundnir liðinu og þurfa tæknilega séð ekkert að spila þennan leik útaf hann er einungis til skemmtunar, þarf líklegast frekar mikinn þroska til að halda þessum hóp saman og láta hann runna vel, ekki satt?
Þar aðleiðandi þarf maður kannski stundum að segja ekki allt sem þér finnst og allt sem þú ert að hugsa, alveg eins og í fyrirtæki eða skóla.. ertu með?
Að vera í liði er mikil félagsleg þroskun og hvernig þú átt að haga þér í kringum annað fólk sem þú ert að vinna eða læra með.
Á leið minni um lífið hef ég séð mjög mikið af fólki sem bara kann ekki að haga sér í kringum annað fólk og ég held að CS hafi bjargað alveg þó nokkrum þannig pjökkum.
Í fótbolta geturðu barið liðsmenn þína á æfingu og ert bara skammaður, ef þú segir gaur í klaninu þínu að halda kjafti þá gætirðu verið rekinn.
Amk hef ég þroskast mikið á að spila þennan leik og lært einn mikilvægan hlut.. Hroki is for the net.
^.^