Eins og ég segi þá tók ég mig til og gerði smá rannsókn og ég byrjaði á findscrim.is, á findscrim.is klukkan 17.00 á föstudegi eru 58 lið þarna inná, (sem sagt ég mældi eftir klan taggi).
58 lið ef að við áætlum að það séu 7-8 í hverju liði þá eru það 406-464 manns.
ég áætla að það sé hægt að finna alveg uppað 20 lið í viðbót, sem að ekki voru með mann á findscrim akkurat núna eða lið sem nota ekki findscrim.
núna spyr ég ykkur hvað haldiði að það hafi verið mörg lið í 1.5 ?
ein önnur spurning hvað haldiði að það séu mörg source lið ?
ef ég ætti að giska á source liðin þá mundi ég segja svona 10 lið kanski meira, og svo þessir ungu sem byrja í source útaf betri graffík.
eftir að hafa spáið aðeins í spilin og litið á þetta þá finst mér persónulega að cs á íslandi hafi aldrei verið sterkari ef við lítum á liðatölu og manntal,
þetta getur nátturulega verið rangt hjá mér og ef svo er vinsamlegast komdu því á framfæri.
enn núna hugsiði líklegast það skiptir engu máli, því í gamla daga voru liðin öll á svipuðu leveli, auðvitað eru liðin jafn góð þegar þau byrja, þú hleypur ekki spretthlaup þar sem allir eru jafnir.
málið er bara núna að þeir sem byrjuðu sprettin eru búnir að vinna og þeir hlaupa aðeins á undan hinum, þessum sem byrjuðu seint.
þið sem að eruð að, hætta ekki hætta af því allir eru að hætta og þetta er allt farið til fjandans, hættið af því ykkur langar að hætta, ekki af því ykkur finst þið verða þess til að ykkur gangi betur í skóla/félagslífi því það er ekkert satt,
vissulega hefurðu meiri tíma til þess að læra, fara á böll og þessháttar enn ég meina heldurðu að fólk sem spili cs actívst fari ekki og skemmti sér from time to time ?
þótt þú hættir að spila cs þá áttu samt einhverntíman eftir að sitja heima hjá þér borandi í nefið á msn, þetta er frábært og gefandi áhugamál í alla staði.