Hey mig langar aðeins að tala um skrimm og hvaða þýðingu skrimm hafa og til hvers þau eru jafnvel.
Hef lent í því nokkrum sinnum uppá síðkastið að tapa fyrir liði sem ég tel vera lélegra lið mitt. Ég er náttúrulega ekkert sáttur með það en ég fæ ekkert kast og hætti.
Það sem truflar mig mest í sambandi við þetta að það lið sem vinnur mitt lið í skrimmi fær massa egó boost og heldur að það geti unnið mig/okkur alltaf.
Svo þegar við spilum næst þá kannski rústum við og þeri hætta í 16 rounds.
En það sem ég vildi sagt hafa er að skrimm eru bara æfingaleikir (og þetta er bara leikur eftir allt saman) og eru til þess gerðir til að þú og þitt lið náið betur saman sem liðsheild, ekki til að reyna að vinna alltaf öll skrimm.
Skrimm er æfing og hefur enga þýðingu fyrir neinn nema þig og þitt lið til að ná upp teamplay og afhverju ekki að spila öll roundin þó þið séuð að skít tapa?
Ef þið getið það ekki þá eruði ekki framtíðar lið það er bara augljóst.
en pointið með þessu öllu er að segja liðum að hætta að spila bara 16 rounds, ekki taka skrimm bara til að vinna heldur til að æfa sig, hætta þessu helvítis væli!!
afsakið ef þetta er of langt um ekki neitt :)