Ágæti Skylark, Ástarpungar og aðrir lesendur!
Ég fæ ekki betur séð en Skylarkur sé að gera lítið úr áreiðanleika [GGRN]Frétta þegar hann segir: “svo þeir geti gert sýna útgáfu af sanleikanum”. Ég get fullvissað þig um að GGRN sendir ekkert frá sér nema það sé dobbúl tékkað og heimildir eru fá fleiri en einum stað. Við stundum sem sagt ekki “Kranablaðamennsku”. Á hinn bóginn leyfum við okkur oft að ráða í atburði og leggja út af þeim.
Þetta eru vissulega athyglisverð tíðindi enda er það svo að GGRN hefur sérstakt dálæti á Love-klaninu, jafnvel væntumþykju um að ræða enda ekki erfitt að láta sér annt um Ástarpungana. Þrátt fyrir þetta er ekki hægt að segja mikla eftirsjá af clanlove.com, því miður. Þessi síða hefur ekki verið uppfærð í háa herrans tíð og fátt þar um fína drætti. Nýjasta nýtt er þessi tilkynning, sem sagt, verið að leggja hana niður. Ég græt krókódílstári. Vonandi leggja Love-menn meiri atorku í nýja vefinn. Og hvers vegna þessi brogaða enska? For crying outlout!
En þá, til að gefa þér innsýn í hvernig alvöru fréttastofa starfar, er dæmi. Við lesum þetta á vefnum:
“But now it is time to move on and will this site be remembered only in our memories, because in the end of this week we will get a face lift
with a new and better site Powered by Winamp.com , 3D.is .”
Powered by 3D! Það þarf ekki skarpasta hnífinn í skúffunni til að sjá hvert þetta er að fara. Sameining 3D og Love? Eða hvað?
Kveðja,
Roosterinn