Úrslitarleikur í gamers.online verður spilaður á tveim möppum, þar sem að bæði lið velja eitt map. duality koma frá upperbracket án þess að hafa tapað og þurfa þeir því aðeins að vinna eitt map á meðan mta þarf að sýna allt sitt besta því að þeir þurfa að vinna bæði möpp.
Fyrsta map: de_nuke(duality)
Annað map: de_cpl_mill(mta)
————–
duality:
d0g
dabbi
rector
eyki
edderkoppen
Ég ákvað að taka smá viðtal við d0g um hann sjálfan og það sem hefur verið að ske í duality búðum seinastliðna mánuði.
Góðan daginn, væriru til í að kynna þig fyrir þeim sem að þekkja þig ekki?
Ég heiti Brynjar Gunnarson stunda grunnskóla nám að Snælandsskóla í kopavogi, er 14 vetra gamall og geng undir nickneiminu d0g í counter-strike.
Væriru til í að segja mér aðeins frá cs ferli þínum og þér sjálfum í heild sinni?
Ég byrjaði að spila cs þegar eg var frekar ungur, leit bara á þetta sem fjör fyrst spilaði með vinunum, Síðan fyrir akkurat ári núna í desember joinaði ég liðið Duality, Var ný kominn á nýja vél og svona, og síðan þá er eg búinn að vera spila á fullu með þeim, Hef mætt á þrjá skjálfta, s1|05, s2|05, s3|05, Svona helstu liðin sem ég hef verið í eru demo,zeRo5 og duality.
Gætiru sagt mér aðeins um þinn hversdagsdag og hvernig hann gengur fyrir sig?
Ég vakna um 07:30, fer í sturtu, fæ mér að borða, fer í skólann, skólinn buinn milli 12-3, Eftir skóla kíkir maður aðeins tölvuna, síðan fer ég í ræktina annan hvern dag ásamt ljósum og reyni að taka 2-3 skrim a kvöldin, annars er kíkt eitthvað út.
Fyrir ári var litið á ykkur sem nýliða og aldrei í mínum villtustu draumum hefði ég séð ykkur vera að vinna bestu lið íslensku cs menningarinnar, hvers vegna þessi yfirþyrmandi breyting allt í einu?
Well, Bestu liðin litu a okkur sem nýliða og auðvitað er tad erfitt fyrir öll lið að æfa sig og við erum bunir að spila saman núna í ár og ég hef séð fleiri enn einn aðila segjast vilja sjá okkur á lani, við höfum mætt a lön en tad var fyrir meira en hálfu ári og folk er enn að reyna að dæma okkur út af því, En þessi breyting er bara mjög thægileg ;D athyglin er nice, og mig hlakkar bara til að koma á geimers lanið með duality svo við getum sýnt hvað í okkur býr.
Ég hef séð allmarga góða prófíla eins og spike vera að ásaka ykkur um hack og ennfleirri segjandi að þið séuð all_online, hvað finnst ykkur um það?
Mér fannst tad særandi að sjá spiKe kalla mig svindlara á opinni skrim rás með engar sannanir í hendi, eina sem hann hafði voru orð frá oðrum spilara og honum fannst ég hafa verið að svindla í leik moti rws, eg fekk almörg pm thar sem folk var að talaum að gera myndbönd um þetta og ég sagði bring them on, nuna eru liðnar 2 vikur og eg hef ekki séð eitt einasta myndband.
Núna eftir aðeins tvær klukkustundir eigiði leik á móti mta, hvernig er stemningin innan duality liðsins fyrir leikinn?
Stressaðir, spenntir, erum að skrimma a fullu til að halda einbeitingu og æfingu.
Eftir aðeins 20 daga er LAN frá gamers.2tm(ef að skráning fer að hækka), ætliði ykkur ekki að mæta og spila eins og þið hafið spilað í gamers.online? :)
Jú, en samt vesen utaf við erum 3 í grunnskóla og dabbi/rector eru fra selfossi og a manudeginum 19 er enn skóli hja teim og mér.
Gangi ykkur vel í leiknum og ég vonast til þess að sjá ykkur á laninu, eitthvað að lokum?
duality <3 snowman, #Duality.
mta:
erik
kaztro
fixer
deluxs
exton
Nú er komið að því að taka viðtal við mta mann og fixer varð fyrir valinu eins og venjulega.
Góðan daginn, væriru til í að kynna þig fyrir þeim sem að þekkja þig ekki?
Yngvi Þórir Eysteinsson heiti ég 18 ára Reykvíkingur og spila undir nickinu fixer með MTA.
Væriru til í að segja mér aðeins frá cs ferli þínum og þér sjálfum í heild sinni?
Ég er búinn að spila þetta helvíti heillengi. Ég hef verið í of mörgum klönum en þau sem ég vil helst nefna eru Faith, Dc, Synergy, GEGT1337 og mta.
Gætiru sagt mér aðeins um þinn hversdagsdag og hvernig hann gengur fyrir sig?
Ég er í flugskóla þannig ég er algjör haugur og ég nenni ekki að segja “klóra mér í pungnum allan daginn”
Þið hafið verið á nr. 4 á íslandi í alveg heil langan tíma, hvernær sjáum við ykkur taka þriðja annað eða jafnvel fyrsta sætið? :)
Tökum 1sta í gamers núna og svo á Gamers laninu þínu og jafnvel næsta Skjálfta ef við nennum.
Núna eftir aðeins tvær klukkustundir eigiði leik á liði duality, hvernig er stemningin innan mta liðsins fyrir leikinn?
Góð, margir hafa sagt mér að d0g svindli en ég veit ekki alveg með það.. eitt er víst að ef hann svindlar þá ætti hann ekki að þora því í þessum leik :)
Fær maður að sjá þetta frábæra mta lið sem ætlar að verða nr. 1 í heiminum á stórlani gamers.2tm? :)
Býst við því! En rólegur á nr1 í heiminum dæminu sko!
Takk fyrir þetta frábæra viðtal og gangi ykkur bara vel í bæði leiknum á móti duality og svo líka lani gamers.2tm, eitthvað að lokum?
Nei ekkert sérstakt, bara flott keppni krasher.
————–
Þetta verður þrusuleikur og án efa þess virði að horfa á. HLTV: hltv001.games.inet.tele.dk:27077
#clan-oasis