Sæl öllsömul

eins og ég kynnti í öðrum þráði ( http://www.hugi.is/hl/threads.php?page=view&contentId=2729672) þá er ég kominn með nýjustu músina frá Microsoft. En ég verð bara að segja að þessi mús bara greinilega er EKKI gerð fyrir FPS leikja-spilun. Mig hlakkaði soldið til að fá þessa mús og testa hana en það kom mér verulega á óvart hversu léleg músin er. Ég prufaði hana á Steelpad,Icemat og Qck+ músarmottum og ég fékk alltaf sama lélega performance. Hún bara “les” engar hraðar hreyfingar! 2000dpi á hún að vera og “Game precision series” (stendur á kassa) ? það passar ekki alveg!! hún er kannski fín fyrir þá sem spila með hátt sens í leikjum (min. 5.0 sens) en hentar enganveginn fyrir low sens players (pr0s :D )

Eftir að hafa prufað þessa rugl mús þá er hún sko alls EKKI til sölu hjá mér.

MX518 for the win !
[.Oldies.]Bandit