Hún þjónar greinilega ekki tilgangi því þú tekur ekki mark á mér né öðrum sem eru orðnir fáránlega þreyttir á þér.
Þú gerir ekki annað en að tala um lið og spilara sem eru hætt/ir. Þér finnst gamli skólinn miklu betri og þykist vita allt um þetta.
Þú hefur meðal annars sagts hafa spilað við, og jafnvel með, alla þessa gömlu spilara og einnig þá nýju. Segir þá hafa verið miklu betri og skemmtilegri, eða kurteisari.
Mér, og fleirum, þætti gaman að vita hver þú ert, þá meina ég undir hvaða nick'i þú spilaðir, eða spilar. Bara svona til að vita hvaða ‘gamalreyndi’ spilari þú ert, þá kannski fatta ég afhverju þig langar svona að fá alla þessa gömlu aftur.
Svona til að koma því að, þá lifum við í núinu, ekki satt? Hvaða tilgangi þjónar það að reyna minnast gamla tímanns?
Jújú, ég rifja einstaka sinnum upp daga sem ég spilaði AQ2 og Q3, bæði á daga sem gamlir væru kallaðir og þá nýju.
Það er bara undir þér komið hvort þú viljir lifa í gamla tímanum, eða þá minnast hans. En mundu að við lifum í núinu.
Ótrúlegt, það var ekki meinhæðni, kaldhæðni né nein skot í þessu replyi þínu. Ég er bara að reyna að benda þér á að það er þægilegra fyrir alla að hafa það þannig.
Þegar þú segir að “allir” séu orðnir þreyttir á mér, hverjir í óssköpunum eru það eiginlega? Ég minnist þess ekki betur en að meginþorri replya sem ég fæ séu frá gaurum sem eru mjög svo sammála mér. Auðvitað eru einhverjir sem eru ósammála (t.d Fallen) en þeir replya með skítkasti og eða leiðindum. Langoftast er það þannig að þeir snúa umræðum sem ég kem af stað upp í diss-kappræður við mig því ég er ekki skapaður eftir þeirra hugarfari.
Mér gæti ekki verið meira sama um hvort þú, Drulli, þekkir mig á einhverju nafni sem ég nota í tölvuleik þegar ég er að spila eða ekki. Ekki hinsvegar taka þessu sem hostile commenti því það er það ekki. Ég hef skipt mikið um nick í gegnum tíðina og geri það enn. Breytir voðalega litlu fyrir mig hvað ég heiti í tölvuleikjum.
Sure, þú mættir segja að ég væri “nobody með stóran kjaft sem heldur að hann viti allt um alla” …. ég hef reyndar á tilfinningunni að það sé einmitt það sem þú myndir vilja segja við mig eftir þetta comment mitt til þín. Þú mátt svosem hafa þína skoðun á mér en come on, hún á ekki að þurfa að vera hostile á nokkurn hátt þótt þér mislíki hvernig ég hugsa hlutina.
Þú Drulli, og þið hinir “allir” eins og þú orðaðir það, þurfið að læra að bera virðingu fyrir skoðunum annarra á hlutum. Þótt þessar skoðanir séu ekki ykkar þá eiga þær gjarnan alveg jafn mikinn rétt á sér og ykkar eigin skoðanir. Mér fyndist skemmtilegra ef hægt væri að ræða við þig um af hverju þú værir ósammála mér og þar fram eftir götum
Ég nenni ekki að hafa þetta lengra, ég held þú sért farinn að ná því sem ég er að hamra á hérna. Ég vona bara að þú svarir þessu ekki með enn einu hostile commentinu.
0
Bersýnilega sagði ég aldrei allir, bara svo það sé á hreinu.
Einnig ber ég virðingu fyrir skoðunum annarra, nema þær rangar séu auðvitað.
Hef ekkert meira að segja held ég, nenni ekki að fara út í umræður um þetta samfélag, það myndi bara enda í 2 blaðsíðna ritgerð sem ég hef ekki tíma né þol í.
Tja, nema þá að þetta leikjasamfélag okkar mun aldrei verða neitt. Það vantar netdeild, já alvöru netdeild eins og CAL til dæmis.
Svo þarf Skjálfti eða annað LAN-mót að fara koma með almennileg verðlaun. Ekki væri verra ef það væri hægt að fá Qualifiers til landsins.
Svo þurfa að koma góðir serverar.
0