Það verður að játast að viðvera mín á þessu áhugamáli hefur dregist all verulega saman á undanförnum misserum. Ástæður þess eru fjölmargar. Helst ber þó að nefna brotthvarf lukkutröllsins Roosters, skaðræðisgripsins Fidels og fleiri góðra sem settu svip á svæðið fyrir margt löngu, og ekki síst GGRN-liðar sem fóru mikinn á tíma, ásamt okkur í NeF og öðrum.
Þess í stað ríða hér um misgáfaðir einstaklingar sem haldnir eru þeirri þráhyggju að það sé karlmannsmerki að vera góður að drepa aðra í tölvuleik og séu þeir yfir meðallagi í getu þá finnst þeim sem þeir eigi skilið virðingu einhverra fyrir vikið, burtséð frá öðru atgervi þeirra sem oftast er ekki beisið. Mætti nefna marga til sögunnar í þessum hóp, en þeir vita hverjir þeir eru og er það því ástæðulaust að þessu sinni.
Á sínum tíma þótti fínt að blaða í bókmenntaverkum Artemisar Fowl og varð margur maðurinn meiri af slíkum lestri, enda engin furða þegar að Artemis á í hlut. Ég er t.d. ekki frá því að Rooster hafi skánað ögn við lesturinn, og þurfti kannski lítið til?
Eins var það náttúrulega hinn óborganlegi Kafteinn Ofurbrók sem varð mörgum mikil hvatning til frekari afreka á ýmsum sviðum eins og vel mátti sjá t.d. í skrifum zlave og annarra er þá þóttu til merkari manna.
Nú virðist þetta allt horfið og menn virðast helst horfa til ómenna á við Gillzanagga sem virðist þann einn kost hafa að hafa húð sem tekur vel við brúnkukremi og öðrum óbjóð.
Eftir umtalsverða íhugun þá held ég að leiðin sé nánast vörðuð beint til glötunar, nema í taumana sé tekið og það strax.
Þeir er vilja ekki lenda í ógöngum ættu að fara að líta í eigin barm og spyrja sig lykilspurninga. Spurninga eins og hvort öllu sé fórnandi fyrir ekkert? Er Kafteinninn betri en Gilzenagg? Er Artemis sterkari en Harry Potter? Mun Eragon, http://www.jpv.is/index.php?post=1330&page=1, sigra heiminn?
Þeir er vilja minnast þessa er bent á GGRN (http://www.jpv.is/index.php?post=1330&page=1) eða aðrar stofnanir.
Virðingarfyllst,
BenDove