Já svona korkar valda oft á tíðum pirri hjá sumu fólki,en hey, ef maður spyr þá veit maður ekkert:)
Jæja en þannig er mál með vexti, að ég er með allt sem að þarf til að spila NS,að sögn margra korka hér að neðan sem ég hef verið að glugga í, en það er vandamál að starta leiknum sjálfum. Eða réttara sagt finna hvar ég kemst í hann. Þetta hljómar fáránlega, ég veit, ég veit:) (Og gerið það fyrir mig að koma ekki með svona lásí komment að tölvan sé ekki nógu góð fyrir, ég einfaldlega hundsa þess háttar komment)
Ég á Half-Life 1, með valid CD-key (ef að það breytir eitthverju), sótti réttu NS skránna (samkvæmt öðrum korkaheimildum hér að neðan) og install-aði file-num. En þegar ég fer í Half-Life leikinn sjálfann > Custom Games > Enginn NS?
Í öðru lagi þá prufa ég m.a. að fara í Program Files > Steam > Steamapps > ei**** > Half-Life > NS > Ekkert sem að virkar til að starta upp leiknum.
Ekki segja mér að maður notast við Steam til að keyra leikinn(mér er mjög illa við þetta déskotans forrit heh)
OK, ég er plebbi og skil ekkert í þessu:)
Öll hjálp er vel þegin.
Með fyrirfram þökk:
siddi5
P.S. ég spilaði NS oggulítið á sínum tíma, en síðan einhvernveginn fóru allir að spila CS aftur:( Lifi NS!