Þannig er í pottin búið að ég keypti mér Half-Life 2 þegar hann kom út einhverntímann í fyrra.
Ég spilaði hann svo í gegn nokkurm sinnum, og byrjaði svo að stúdera CS source í nokkurn tíma.
Svo missti ég allt út af tölvunni minni og lennti í krísu með hana.
En þegar ég ætlaði að setja source upp aftur núna um daginn bað steam um notendanafn og lykilorð.
Eftir svona langan tíma getur gullfiska minni mitt ekki kallað fram slíkt og ligg ég andvaka í þeirri von um að ég einn daginn muni ég þetta.
Nú skyldist mér að fyrir þá notendur sem hafa gleymt slíkum upplýsingum, muni steam senda slíkt á e-mail notenda.
Ég hef hinnsvegar ekki grænan grum hvaða e-mail ég notaði við skráningu, og get þar af leiðandi ekki tekið við slíkum upplýsingum.
Nú tók ég mig til og sendi þessu fólki e-mail sem er svohljóðandi :
…………………………………..
19 September 2005
Dear Steam employee.
My name is ****, And I’m a huge fan of the Half-Life and Counter Strike games powered by Steam.
The thing is, that when I made an account with my cd-key* I used some e-mail address I had along time ago, and don’t remember anymore. I can’t even remember my account name I used, so when I took everything out of my computer a while back Half-Life 2 and steam went to.
Now I can’t reinstall Half-Life 2 because every time I try to retrieve my old account the account name and password are sent to some old e-mail address I had and can’t find.
Please be so kind to help me out, I’m a big fan of your serves and I have bought all your product and will continue to do so in the future.
Yours sincerely **** **** *********
*My CDkey - *****-*****-*****-*****-***** Reykjavík/Iceland
…………………………………..
Þeir hafa ekki svarað mér enn eftir langa bið, og ég veit ef satt skal segja ekki hvað ég á að gera (fyrir utan að skrifa þennan kork)
Vinsamlegast látið mig vita ef þið hafið einhverjar hugmyndir.
(geri mér grein fyrir því að auðveldast væri að kaupa nýjan leik fyrir 5000 kall, en slíka fjármuni má ég ekki missa fyrir eitthvað sem ég á nú þegar)
KV Bongo
“I'm not xenophobic, I just hate everyone.”