Enn og aftur hefur Memnoch* sýnt og sannað að enginn tekur honum fram þegar leiðtogahlutverkið er annars vegar. Við hjá GGRN sendum honum heillaóskir í tilefni þess að hann hefur nú tekið í Hate-klanið sitt stúlkuna Dangergirl, sem er líklega fremsti kven - cs -spilari Íslands um þessar mundir.
Memnoch* hefur með þessu sýnt að hann horfir ekki einungis til ifrags þegar hann ræður til sín liðsmenn (einsog t.d. BenDover og TomB) heldur horfir hann á íþróttina í víðara samhengi, hann horfir til framtíðar og jafnréttisstefnan er eitthvað sem er ekki einvörðungu í orði hjá honum heldur á borði einnig. Með þessu hefur hann tryggt Hate sem fyrsta jafnréttisklanið, hann hefur plægt akurinn og mun uppskera þegar konur láta til sín taka á þessum vettvangi. Allt þetta tekst honum að gera án þess að slá af kröfum um fagmennsku á þessu sviði.
Við hjá GGRN blásum á sögusagnir þess efnis að testósterón og/eða kláði í nára Hate-meðlima hafi ráðið þarna nokkru um. Við viljum beina þeim tilmælum til lítilsigldra cs spilara (engin nöfn nefnd Knifah) að reyna ekki að varpa rýrð á þessa sögulegu stund.
Rooster
Ps. [GGRN]Fréttir hafa að sjálfsögðu tekið þennan sögulega atburð til umfjöllunar á fréttasíðu sinni.