Ætla að koma með smá review á þessari mynd fyrst ég er enþá vakandi. Nota bara þessu x/10 aðferð, einföld og góð.
Vargur The Movie
——————-
Gæði
Gæðin í þessari mynd voru yfir höfuð mjög góð, áttaði mig samt ekki alveg á þessum sponsors logoum þarna í byrjun, vegna þess að gæðin á þeim voru like crap :/ .
Ef ég væri fyrirtæki að styrkja eitthvað verkefni þá myndi maður nú prolly amk vilja að merkið mans sægist almennilega.
Gæði 9/10
———————
Hljóðgæði & lagaval
Byrjaði á einhverju semi rólegu lagi sem hentaði alveg ágætlega í intro þó ég akkurat hafi ekki verið að digga það en það er náttlega bara mitt mat.
Þegar introið endaði og myndin byrjaði hringdi í einhverjum bjöllum hjá manni, var þar á ferð Egonomic með inflames sem var í Drake 2 myndinni fyrir alveg 20 mánuðum síðan eða svo. Fannst það ekki beint við hæfi enda er ég nokkuð á móti að lög séu notuð aftur eftir að hafa komið vel út í einhverju öðru myndbandi.
Allavega, áfram hélt myndbandið, þá næst kom annað lag sem ég man ekki hvað hét, en ég hafði séð það í amk 2x útlensku myndum og 1x íslenskri, með því bættist við ingame sound, sem hafði ekki verið í fyrri hlutanum, var það frekar smooth og gerði ekkert nema bæta myndina. Í outro-inu var síðan notað Soprano themeið úr þáttunum og kom það fínt út.
Lagaval & hljóðgæði 5/10
——————-
Synch´
Þessi mynd var lítið sem ekkert synchuð, sem skemmir oft mikið til, maður tók minna eftir því eftir að ingame soundið fór að hljóma með en þetta skemdi greinlega fyrir.
Sérstaklega tók maður eftir því þegar In flames lagið var að rolla þar sem Wardrake hafði á sínum tíma notað þetta lag í Drake 2 og synchað hana mjög vel og þar sem mér fannst lítið sem ekkert synch vera í gangi var þetta eins og að horfa á svarthvíta mynd :/.
Synch 3/10
——————–
Skemtanagildi
Það lá við að manni langaði ekki að horfa á meira, það bjargaði þessu dáldið að það var nokkuð þekktur spilari að spila sem lyfti þessu aðeins upp, en mér fannst eins og alveg hellingur af þessu væri bara af skjalfta, og reynt að kreista eins mikið úr hverjum leik eins og hægt var, sem leiddi til einhverja leðinda atriða af Vargi ace-a eitthvað pug á Skjalfta.
Var hreinlega ekki að gera sig. Síðan voru líka mikið af klippum þarna á móti góðum liðum af IEL og Skjalfta og eitthvað online.
Skemtanagildi 5/10
———————
Lokaorð og niðurstaða
Þessi mynd var svona í heildina skítsæmileg, reyndar var stærðin á henni alveg út í hött, tæp 500mb fyrir 7min, erum við þá að tala um 1,3mb á sec eða eitthvað álíka ? :/ En gæðin voru góð, enda ekki furða.
Finnst líka að það hefði mátt renna yfir myndina aðeins áður en þú byrjaði að rendera og checka eftir einhverjum smávæginlegum villum, þar sem ég spottaði nokkrar bara með því að horfa á myndbandið 2x.
Ætli maður gefi þessu ekki 5,5/10
Fannst þetta alls ekki standast undir væntingum.