Tja, af því sem ég þekki er CS og q3 líklegast minnstu “nörda” leikir sem ég hef kynnst, þetta eru leikir sem þú spilar með liði og oftar en ekki verður liðið góðir vinir fyrir utan leikinn og oft er talað um eitthvað allt annað en CS, amk því sem ég hef kynnst.
Þegar þú ert kominn útí MMPORG leiki (WoW, daoc, eve) þá ertu kominn útí leiki sem þú ert mikið einn og tjáir þig bara með lyklaborðinu, sem verður oft þreytandi til lengdar en samt ávanabindandi og leiðar oft til þessa “nördisma” sem þú talar um.
Gaurarnir sem spila þessa leiki eru oft gæjar sem failuðu snemma í grunnskóla og sýndu félagstörfum lítin eða jafnvel engan gaum og urðu af svo kölluðum nördum, sem hafa sjúk ýmindunar öfl og eru oft “skrýtnir”. Þetta gerir þá ekkert verri, oft fínir gaura upp til hópa.
Annars finnst mér tölvuleikir meiri félagstæki heldur en t.d Skólaböll nokkurtímann þar sem þú hittir fullt af fólki sem þú mannst ekki einu sinni eftir daginn eftir, en þú getur samt sagt við alla að þú sért svaka félagsdýr og þekkir voða marga.
Er ekki að segja að fólk eigi ekki að stunda félagslíf og ég stunda alveg félagslíf og á vini utan tölvunar sem spila ekkert, finnst bara rangt að fólk sé að gagnrýna þetta þar sem þetta er ALVEG jafn heilbrigt og flest annað, nema fyrir líkamann.
Annars þá merkir orðið nörd að sá sem er nörd veit ekkert, svo þetta er í 99% tilvika notað í rangri merkingu þar sem “nördar” eru líklegast með mun meiri þekkingu en þeir sem eru að kalla þá nörda.
En eins og þú segir, allir erum við nördar inn við beinið, það er reyndar hárétt útaf öll þykjumst við vita allt en vitum síðan þegar uppi er staðið, nákvæmlega núll.
Þetta er bara eins og ég lýt á málið, hver hefur sýnar skoðanir en oft þarf að passa hvað maður lætur útur sér því stundum er betra að þegja
Svo spurning dagsins er!
CS >< Ljósabekkur ? ^^
what is mind? no matter, what is matter? never mind!
kveðja,