Á meðan að Skjálfti 3 er í fullum gangi hér heima, er CPL UK einnig að komast í gang.

Fyrsta og önnur umferð mótsins er búin og fengu eiginlega öll lið BYE, þar á meðal ice.

Þar sem að fyrri umferðin var allt annað en spes fylgja hér úrslit úr seinni umferðinni:

Úrslit, seinni umferð CPL UK:

SK.swe > Ethernet [16-8]

team9 > AllTheRage [16-8] ( AtR með rjómann af spilurum lastchance, einnig Harriman fyrrv. 4K^)

4Kings > highfive [16-5]

MiBr > Just a Shoot [16-3]

Catch-Gamer > Engine on mute [16-1]

g3x.br > Ice [16-3]

NoA > Gamehotel.dk [16-7]

N!P > ImaGine [16-4]

___________

Þrátt fyrir vægast sagt slappa útkomu g3x vs Ice þá fá ice annað tækifæri í loosers bracket þar sem að þeir gætu lent á móti eftirfarandi liðum:

Ethernet, AllTheRage, Highfive, Just A shoot, Engine On Mute, Gamehotel.dk, ImaGine.

Það er augljóst að þetta eru öllu dræmari lið en úr seinni umferðinni en þó standa upp úr AllTheRage og Gamehotel.dk og eru þessi lið líklegust til að gera ice erfitt fyrir að halda sér inni í mótinu.

Það verður þó nóg af góðum og spennandi leikjum í winners bracket. Þar sem að NiP og Sk.swe munu vonandi mætast, en eins og flestir vita þá hafa þessi tvö lið orðið nokkursskonar rivals. Eftir að NiP kom veifandi samning um að spilararnir sem höfðu nýlega farið frá þeim mættu ekki spila vegna samningsins á ESWC qualafier-num. Þó að ég sé spenntastur fyrir því matchup þá eru svo mörg lið af sama kalíber að ég efast um að fólk verði fyrir vonbrigðum með nokkurn af leikjunum.