Nota Bene þetta er ekki auglýsing :) GameDome er í Kringlunni og er salur með 16 stk 700mhz vélum Geforce 2 kortum og 10mb internettengingu,uppsett á vélum eru nær eingöngu leikir og er salurinn helst hugsaður sem leikjasalur. Ég fór þarna með vinum mínum fyrsta daginn sem salurinn var opnaður og það kom mér á óvart hvað það var ódýrt að leigja vél, klst kostar 500 kall, sem mér finnst ekki mikið og eigandinn, Ali eða Alli er sjálfur leikjafíkill. Sumum finnst 500 kall mikið en ef þið spáið í þessu er þetta sniðugra en lan partý á margan hátt, þið getið fengið að spila alla leiki sem þið viljið hvort sem er á Lani eða internetinu, þið þurfið ekki að flytja vélarnar ykkar til og frá, allir helstu leikirnir eru þarna uppsettir, Ali er með samning við Domino´s um afslætti á pizzum og þarna verða haldin mót í helstu fjölspilunarleikjunum. Ég hef verið að reyna að ná sambandi við leadera helstu klananna í CS um möguleika á samstarfi við Ali um mót og annað slíkt og hef fengið góð viðbrögð og mig langar til að heyra meira frá ykkur sem spilið leikinn og sú hugmynd hefur komið fram hjá okkur Ali og Bloodfist um að stofna nokkurs konar félag um cs spilun og koma íslenskum cs spilurum meira á kortið í útlöndum, ég veit að það hafa verið klön sem hafa spilað úti og eru í deildum þar, en mætti það ekki aukast, ég veit af minni eigin reynslu, að ég sem er einungis miðlungs spilari hér heima, rokka á þeim erlendu serverum sem ég hef farið á og tel að við eigum alveg möguleika á að komast á toppinn úti ef rétt er staðið að málum. Látið í ykkur heyra sem fyrst því við viljum koma þessu á semfyrst og fyrirhugað er að funda með helstu spírunum í cs sem allra fyrst. Kveðja Angelicx (aka cid, LazyBug)