Það er óhætt að segja að Icegaming státar yfir að vera fremsta liðið á landinu í öllum þessum Greinum
Fyrst og fremst, þá veit ég ekki alveg hver þessi Þórður gaur er (og ljái mér það hver sem vill, ég spila ekki CS), að hann telji sig geta komið með fullyrðingar sem þessa, varðandi eitthvað sem hann virðist ekki hafa kynnt sér neitt að ráði. Þið megið svo sem kalla mig smámunasaman, en ég ætla nú samt að leyfa mér að draga þessi orð stórlega í efa. Það má svo sem alveg vera (með áherslu á “má”) að ice sé með sterkasta Battlefield 2 liðið á landinu, en enn sem komið er hefur ekki verið látið á það reyna. Sjálfur spila ég Battlefield fyrir hönd SeveN en Battlefield-deild þess klans samanstendur af spilurum gull- og bronsliða síðastliðinna tveggja Skjálfta í Battlefield 1942, og er ég fullviss um að við munum standa nokkuð duglega í ice (og eflaust gott betur en það) er þessi lið eigast við nú á næstu dögum.
Ég tel því að mörkin á “fremsta liðinu” og því næsta þar á eftir, í Battlefield (2 eða 1942, það gildir einu) liggi á helst til gráu svæði, til þess að hægt sé að fullyrða um það, hvort sé hinu fremra. Eins og ég segi, þið megið alveg kalla mig smámunasaman. Ég vildi bara koma þessu á framfæri. :)
Já, og eitt að lokum, svo hægt sé að koma af stað almennilegum samræðum hérna. Í lok greinarinnar segir (Þegar spurt er: Hafið þið einhver ráð fyrir unga spilara sem hyggja á landvinninga í þessum geira?):
Finna sér góða félaga og halda sig með þeim eins lengi og hægt er. Því lengur sem liðin spila saman því meira kunna þeir inn á hvorn annan. Það er ekkert skemmtilegra en að vera hluti af góðum hópi þar sem menn spila saman bæði til að skemmta sér og til þess að vinna.
Ok, eins og fyrr segir þá hef ég ekkert allt of mikið vit á þessu CS stússi öllu saman, en er Counter-Strike deild Ice samt ekki stútfull af gaurum sem vita ekkert skemmtilegra en að skipta um klön eins og nærbuxur? Fer þetta ekki bara allt saman eftir tíðarfari og svona? Nei, ég bara spyr.