Góðan og blessaðan daginn.

Undanfarin 2 ár hef ég verið iðinn við það að hjálpa fólki að skrá sig á Skjálfta og hef ég tekið eftir því að það verður bara aldrei neitt auðveldara að anna eftirspurn eftir hjálp og sé ég fram á mikinn gnísting tanna næstu vikur hjá spilurum sökum afskiptaleysis míns sem hefst um leið og skólinn hjá mér byrjar.

Hef ég því ákveðið að endurhanna og skrifa allt skráningarkerfið til að gera það auðveldara en til þess þarf ég að fá smá hjálp frá ykkur.

Þið sem hafið oftast lent í veseni, endilega skrifið á þenann þráð / sendið mér skilaboð um hvað er að velkjast fyrir ykkur ?

Ég hef ekki skráð mig á Skjálfta í næstum 3 ár svo ég hef enga viðmiðun. En hvað er það sem þið eigið í erfiðleikum með að skilja?

Endilega komið með nokkrar hugmyndir;
Til dæmis:
-Bjartara útlit ( done )
-Auðskildari töflur ( will be done )
-Meira overview yfir skráningu ( how ? tell me )

Ég lofa að reyna að klára hana sem fyrst til að þið getið hafið skráningu inn á Skjálfta 3 | 2005, en lofa samt engum kraftaverkum :)

-Með bestu kveðjum
Haddi.