Leikjaspil á Íslandi er búið að vera deyja hægt og rólega á síðustu árum finnst mér. Það eru voðalega fáir ungir spilarar að koma upp núna, til dæmis í CS, og þannig hefur það verið í öllum leikjum sem ég hef spilað.
Íslenska samfélagið er líka það lítið og lélegt að leikir eins og PainKiller eru ekki einusinni spilaðir hér á landi.
Það er engin þróun á leikjamótum hér á Íslandi. Það hefur alltaf og mun alltaf vanta rótgróna netdeild. Það vantar almennilegt LAN-mót/mótaröð með góðum verðlaunum, fólk nennir ekki endalaust að keppa fyrir heiðurinn.
Það bendir heldur ekkert til þess að almennilegir serverar verði einhverntímann settir upp á Íslandi.
Og það mun alltaf vera sami hópurinn af ‘elite’-spilurum í hverjum leikjunum, þar sem þeir eru þeir sem hafa touch'ið.
Vonandi afsakið þið að ég hoppa dáldið frá einu yfir í annað, klukkan að ganga þrjú.