Sælir, ég var að enda við að formata tölvuna þar sem hún var orðin gríðarlega hægvirk. Allavega, ég er búin að setja allt upp að nýju og allt virðist ganga eins og í sögu. Nema þegar ég byrja að reyna spila CS. Þá koma þessi einstaklega skemmtilegu skilaboð sem eru svo hljóðandi. Unable to init shader system. Þannig að ég fer á google og tékka hvað þetta gæti verið og kemur í ljós að driverinn á skjákortinu mínu er hundgamall og meikar ekki að spila leikinn. Nú er það orðið þannig að ég er búin að reyna reinstalla en nei Windowsið getur ekki installað drivernum, sá sem var fyrir er farin og ég get bara notað tölvuna í 800*600 resolution. Já, ég stoppa alltaf á ativvaxx.dll þar stoppar installið og ég kemst ekki lengra.
Er að tala um hérna, Ati Radeon 9200 á laptop ég veit hvað þið eruð að hugsa, ömurleg græja. En who cares ég hef svona iðulega getað nota þetta fyrr en allt í einu núna. Dettur einhverjum af ykkur hvað gæti mögulega verið að??
Já ég er búin að installa Service pack 2.