Endilega styrkið söfnunina og segið vinum ykkar frá þessu. Hérna er svo tilkynningin frá stuff.is
Stuff.is er alltaf að stækka og er markmiðið nú að bæta við hörðum diski fyrir gagnasöfn eins og download.stuff.is, windows.stuff.is, files.unreal.is og files.half-life.is en þau eru (því miður) eingöngu aðgengileg þeim sem hafa íslenskar IP tölur.
Markið hefur verið sett á að fá glænýjan 400 gígabæta harðan disk (kostar um 30 þúsund krónur) og ætti það að vera góð stækkun á núverandi plássi og gefa möguleika á því að hafa meira efni á vefsvæðunum. Ef það safnast saman miklu meira, þá verða bara keyptir fleiri diskar.
Ef þú hefur notað svæðið, hvort sem það er lítið eða mikið, þá er bara um að gera að styrkja gott málefni og tryggja margfalt betri framtíð fyrir gagnasöfnin.
Ef þig langar að leggja fram pening í sjóðinn, þá er hægt að gera eftirfarandi:
1. Leggja inn fé á bankanúmerið 0327-13-11212, kennitalan er 071183-2119
2. Finna fleiri til að gefa í sjóðinn.
Ég er þakklátur fyrir öll framlög sem fara í sjóðinn. Ef einhverjir velunnarar vilja koma fram á lista yfir góðgerðarfólk ásamt fjárupphæð, þá er hægt að redda því.
Með kveðju,
Svavar Lúthersson (stuff@stuff.is)
Nánari Upplýsingar: www.stuff.is/styrki