Ég bara man ekki eftir öðru eins sálarstríði hjá mönnum eins og eftir að CS:S kom út. Endalausar pælingar um það hvort að CS:S verði á næsta Skjálfta. Blammeringar og skítköst á báða bóga um hvor leikurinn sé betri, 1.6 eða CS:S.
Er ekki bara málið að una hvor öðrum því að annað hvort fíla 1.6 eða CS:S? Samgleðjast bara þeim sem finna sér skemmtilegan leik til að spila, hver svo sem sá leikur er; 1.6, CS:S, Tetris og svo framveigis.
Ég ætla að leyfa mér að efast stórkostlega um það að CS:S verði tekinn inn í staðinn fyrir 1.6 á Skjálfta. Tel mun líklegra að CS:S verði tekinn inn sem viðbót á Skjálfta í framtíðinni, þegar búið er að sníða þessa vankannta af leiknum.
CS:S er hvorki kominn til né mun gera útaf við 1.6, að mínu mati.
gg - Teenlove